Jæja..það er að fara að koma að því að hún Fríða mín verði 1árs!
Það verður í ágúst og ég ætla að gefa henni varpkassa í afmælisgjöf
Svo sp. ég mömmu um daginn hvort ég mætti taka ungana að mér og hún játaði því!!..ég á nú aukabúr niðri í geymslunni
En ég mundi nú örugglega selja einhverja..annars væri bara eins og ég væri með dýragarð inni hjá mér(2 gárar +hamstur+ungar?)
-En ég var að spá í hvaða verð væri best?…ég fékk Fríðu í afmælisgjöf og eiga ungar til með að kosta 4000 kr. í dýrabúðum svo ég væri til í að setja þá á c.a.3000 kall stykkið…haldiði að það væri sangjarnt?
-En annars er ég að spá..því að Fríða er óvenjulegur litur..eða ekki í lit sem er algengur og Pási í lit sem er algengur svo blandast þeir litir eða verða ungarnir bara eins og t.d. einn blár, tveir hvítir o.s.fr.?
-En svo er ég að spá í að taka einn og handmata en reyndar yrði hann ekki til sölu en ég sp. pabba í dag hvort hann væri til í að koma og hjálpa mér(hann býr annarstaðar) en það var reyndar ekki alveg 100% svar. En ég veit að það þarf graut..hvar fær maður þannig?..þarf maður að gefa unganum og gefa honum annan hvern klukkutíma eða hvern klukkutíma?
-Hvenær meiga ungarnir fara frá mömmunni og í sér búr eða á nýtt heimili?
-Hvenær má ég fara að fikta í þeim..eins og fara að venja þá á puttann og þannig?
-Er það ekki um 6 mánaða sem maður sér hvort þetta sé kk eða kvk?
-Á maður nokkuð að vera að fikta í fuglunum á meðan..sko foreldrunum?..á maður ekki að leyfa þeim að fara alveg í sér herbergi þar sem eru engin læti?
-Hvað er algengast að ungarnir verði margir?..

Vona að þið getið svarað þessum spurningum því að þetta yrði mitt fyrsta skipti og vil auðvitað að ungarnir og foreldrarnir komi sem best útúr þessu!
;)