Ég á gára sem ég er búin að eiga í 3 mánuði og ég veit að þetta er stuttur tími en samt á ég annan sem ég er búin að eiga í 3 ár. En allavega þá er goggurinn á nýja fuglinum eitthvað skrítinn. Það eru hvítir blettir á honum, aðeins á hliðinni eins og hann sé eitthvað þurr, svo er hann svo eins og hann sé eitthvað útvaxinn..hann kemur einhvernveginn út. Ég kann ekki alveg að lýsa því en sko goggurinn sjálfur er á fínum stað en svona efni eins og goggurinn er fer svona út til hliðinna og er fast við gogginn.

Hún er búin að vera svona síðan að ég fékk hana og ég fór í smá frí og vinkona mín passaði fuglana fyrir mig svo kem ég heim aftur(í dag) og þá er hún eins og hún sé e-ð slöpp. Kannski er hún eggjafull því að þetta er kvk og kk en hún er bara 9-10 mánaða svo að það eru ekki miklar líkur á því er það nokkuð?.

En hvað gæti þetta verið með gogginn?.
Gæti hún verið eggjafull..ég veit að kvk fuglar geta orðið eggjafullir á næstum því öllum aldri en það er ótrúlegt að fuglunum mínum hefur sæst á þrem mánuðum!.
Eða hvað?.

Ég vona að þið hjálpið því að ég er ekkert smá áhyggjufull!.
Mamma ætlar reyndar að fara með mér upp í dýrabúð á morgun og spurja hvort þau viti hvað þetta sé eða hvort ég þurfi að fara lengra. En ég þigg alla hjálp!.

Bætt við 29. maí 2007 - 15:07
Fór út í dýrabúð ÁÐAN og þetta var sveppasýking en á að lagast ef að ég ber matarolíu á hana daglega með eyrnapinna:o)
Púff…eins gott að það var ekki alvarlegara en það!.


En endilega að kíkja á http://www.blog.central.is/fuglogfiskur
Þar getið þið séð mynd af henni. Hún heitir Fríða og er hvit, svört og gráblá. Veit ekki hvort að goggurinn sést almenilega en getur verið;o)
;)