ég var á röltinu og heyrði eitthvað tíst og leit þangað sem ég heyrði tístið koma frá, þá sá ég kisu vera að leika sér með fuglsunga, ég ákvað að taka ungann. Vildi nú ekki að kisa myndi ná honum aftur og tæta hann í sundur. Fuglinn var alveg heilbrigður bara í svolitlu sjokki, skil hann svosem alveg vel. En nú stend ég í veseni og veit ekki hvað ég á að gera við fuglsgreyið. er ekki bara svæft svona unga ef maður fer með þá á dýraspítala? er eitthvað annað hægt að gera í málinu annað en að binda enda á þetta litla fallega líf ??

Bætt við 15. maí 2007 - 21:18
ég hringdi á dýraspítalann og þeir sögðu að þeir myndu bara svæfa hann. En unginn var orðinn ansi sprækur þegar mesta sjokkið var farið, flögrandi útum allt og tísti. Ég prufaði að fara með hann útí skóg og ath hvað myndi gerast. Ég held að hann spjari sig alveg greyið. Þegar ég sleppti honum þá komu fullt af alveg eins fuglum og hann var. held þrestir, og fóru að fylgjast með honum. Vonum bara það besta =)