Sóley mín er búin að vera veik í einhverjar vikur, en núna áðan um kvöldmatar leitið fann ég hana látna á botni búrsins og dóttir hennar flögraði bara yfir henni, og þar sem að foreldrar mínir eru ekki heima og ég vildi ekki ganga frá henni án þeirra, reyndi ég að flytja dótturuna í annað búr, það gekk nú eitthvað brösulega, hún slapp út og flögraði um hér í húsinu í einhvern tíma áður en ég náði henni inn í auka búrið sem við erum með.. núna hef ég mestar áhyggjur af því að hún deyji úr leiðindum og einmannaleika er það möguleiki? + það er ekkert leikfang í auka búrinu nema ein róla.
er ég mjög vond að fara með búrið með líkinu út í garðkofa í nótt? sumir hérna á heimilinu eru svo viðkvæmir og halda að þeir geti ekki sofið í sama húsi og lík af páfagauk.
“þú mátt alveg hafa þína skoðun en mundu bara að þín skoðun er röng.”