Var að fá mér einn “handmataðan”, 10 vikna ástargauk. Hann er búinn að vera hjá mér núna í tæpa viku. Hann er enn mjög hræddur við hendurnar á manni og forðast þær þó að maður komi löturhægt inní búrið og endar með því að hann tístir á fullu og fer eins langt uppí hornin á búrinu og hægt er. Er eðlilegt að hann hagi sér svona? Mig er bara farið að gruna að hann sé ekkert handmataður og mér hafi verið seld svikin vara!! Eða er þetta eðlilegt? Hver eru einkenni handmataðs fugls eiginlega?
Plís hjálp óskast!!