Ég á einn lítinn tæplega 7 mánaða Peach Faced Lovebird sem var vængstífður stuttu eftir að hann fæddist.. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvenær samt en allavega áður en hann varð 8 vikna því ég fékk hann þá..
Svo mín spurning er, hvenær koma þessar fjaðrir aftur? Hann er svona smátt og smátt að fá nýjar fjaðrir en hann hefur ekki misst neinar “stórar” fjaðrir ennþá.. Bara litlar en samt aðallega bara dúninn (heitir þetta ekki annars dúnn sem er undir fjöðrunum alveg við skinnið hans?)
Jú og svo er hann núna með miklu meira áberandi liti en áður.. Hann var með bleikan haus fyrst en núna er hann eldrauður og svo er hann með alveg skærgrænan búk núna, hann var allavegana mikið ljósari áður..