Ég á eitt stykki gára sem er alveg yndislegur og orðinn ekki minna en 15 ára ; )
Vandamálið mitt er að hann hefur alltaf snyrt sjálfan sig (þ.e. neglurnar)en nú mjög nýlega þá hef ég tekið eftir sári á öðrum fætinum hans.
Hann á mjög erfitt með að labba og neglurnar virðast óeðlilega stórar.
Getur það ekki vel hugsast að hann hafi meitt sjálfan sig?
Ætti ég að reyna að klippa neglurnar hans?
Ég hef ekki átt hann alla lífstíð hans heldur átti systirm mín hann áður og hann hefur lifað sínu lífi mjög inn í búri. Hinsvegar fyrir nokkrum árum þá tók ég hann að mér og hef reynt að hugsa betur um hann en systir mín gerði. Hann er ekki vanur því að láta halda á sér (þ.e. halda honum í lófa(aðferð til að fá hann til að treysta eigenda)) og þar að auka er hann orðinn 15 ára.
Þannig er það of seint til að reyna að klippa neglurnar hans ?
Þær virðast vera vandamálið og það er spurning hvort sárið græði ekki vegna þess að þær eru of stórar.

Nú er ég eflaust buinn að segja sama hlutinn aftur og aftur en sárvantar svar, næsta skref er eflaust að tala við dýralækni..