Ég á tvo páfagauka, þeir eru sko gárar. Fyrst var ég með annan þeirra og hann var orðinn frekar góður, kom á puttann og allt svoleiðis. En svo fór hann að hætta því smám saman. Við vildum ekki að honum leiddist svo að við keyptum annan gára. Núna eru þeir báðir alleg geðveikt ógæfir þó að seinni fuglinn sé aðeins verri. Maður getur ekki tekið þá á puttann og við getum ekki einu sinni farið með hendina inní búrið til að setja inn nammistangir og þannig. En ég vil ekkert frekar vera að vængstýfa þá. Svo ég spyr:

En er ekki hægt að temja þá eitthvað smá án þess að vængstýfa þá??
Og kostar eitthvað að láta gera það??
Hvað getur maður gert til þess að þeir séu betri??
If you're scared to fail, you don't deserve to be successful. (Charles Barkley)