Á Föstudaginn var fann ég Lykil fuglinn minn dauðan í búrinu. Hann lá á botninum á búrinu á bakinu með augun hálf opin. Ég fékk hann í Jólagjöf þegar hann var pínulítill. Hann var 2 ára gári hvítur og blár algjör kjaftakelling og mathákur. Hann var alltaf að leika sér og söng með ef það var kveikt á útvarpinu. Hann var besti fugl sem ég hef nokkurn tíman kynnst og ég sakna hanns svo mikið. Ég skil ekki hvernig hann dó því ég hafði séð hann leika sér að hringunum sínum 2 klukkutímum fyrr. Ég held að hann hafi ekki verið veikur allaveganna ekki þannig að það sést mikið á honum.En hann er núna grafinn út í garði fyrir utan gluggan minn með fugli sistur minna við hlið hanns. En hann dó fyrir 3 árum eða svo. Og hér hef ég skrifað smá um fuglinn minn hann Lykil fyrstu ástina í lífi mínu.

night