Mamma gaf mér fugl í skóinn um daginn. Hann heitir Baltasar. Þetta er páfagaukur sem er grænn á litinn. Hann er góður vinur minn og ég er búinn að kenna honum að tala. Hann kann að segja orð eins og Árni(mitt nafn) og halló og bless og hæ. Ég fékk svo í ammælisgjöf búr fyrir hann sem er rosalega flott og miklu betra heimili en gamla búrið hans. Honum líður ofboðslega vel í því. Mig langar að kaupa annan páfagauk fyrir ammælispeninginn minn svo hann geti átt kærustu. Ég mundi kalla hana Friðriku. Ég skal skrifa aðra sögu þegar ég fæ Friðriku