Ég hef ekki átt neinn fugl ennþá, en ég er að spá í að fá mér gára. Ég vil ekki gamlan fugl en heldur ekki unga. Svona 1 árs væri fínt. En hvernig getur maður þekkt gamlan gára frá ungum gára? Ég hef heyrt of margar sögur um að fólk hafi keypt gamla fugla í þeirri trú að þeir væru nýir til þess að treysta þessu fólki í gæludýrabúðum. Og hvaða búð mæli þið helst með?