jæja þá!
Mig langaði að senda inn fyrirspurn um það hvort einhver viti hvað það er sem gæti verið að gáranum hennar vinkonu minnar.Við búum saman þannig að ég hef verið mikið kring um fuglinn,sem heitir Kjáni :)
Hann var handmataður frá fæðingu og var því mjög gæfur að eðlisfari,söng mikið og talaði(furðu mikið miðað við gára)
En svo alltí einu um daginn þá var bara einsog það hefði eitthvað bilað í hausnum á honum og hann vill ekki lengur koma og vera hjá okkur,gefur frá sér óhamingjuhljóð öskrar ef einhver nálgast hann og lítur verr út með hverjum deginum..Við höfum ekki hugmynd um hvað getur hafa komið fyrir,hvort það gæti verið að hann hafi fengið eitthvað áfall..Vinkona mín vinnur í dýrabúð svo hún ætti að hafa nokkra hugmynd um það en það virðist sem enginn viti neitt þar heldur.Svo ég var að velta því fyrir mér hvort einhver hér inni hafi lent í einhverju svipuðu? Og ef svo er hvort það lagist?