Ég átti páfagauk sem að var mjög gæfur og skemmtilegur..
Hann fílaðu ekkert smá að fá að sitja á öxlinni á manni og vildi helst þar alltaf vera svo þegar ég setti hann í búrið sitt þá gargaði hann alveg þangað til að einhver kom og náði í hann, hann var semsagt mjög þrjóskur en skemmtilegur og gat gargað á mann í meira en klukkutíma ef að hann var ósáttur..
En allavegana þá fór honum að klæja útum allt í einn daginn og það eina sem hann gerði var að hann strauk gogginum sínum fast yfir svæði sem honum klæjaði og var farinn að meiða sig virkilega á því og orðinn sár..
ÉG hringdi náttúrlega bara í dýralækni og ekkert með það og hann sagði að þetta ætti bara að lagast annars ætti ég að hringja aftur.
En svo 2 dögum eftir það hélt ég að honum væri batnað þar sem að hann var hættur að klóra sér en þegar ég kom heim lá hann dáinn í búrinu sínu þar sem að hann hafði kroppað gat í sig :/

Veit einhver hvað er í gangi þegar þeir byrja að klóra sér..?

Með bestu kveðjum:
Exciting
Með bestu kveðju: