Sko, ég eignaðist gára í janúar og bara allt í fína með það, svo í apríl fengum við okkur kellingu handa honum. Við settum hana í annað búr við hliðina á kallinum til að láta þau sjá hvort annað og solleis og svo þegar þau vildu greinilega hittast létum við búrin vera opin saman, og svo endaði það með því að kellingin tók af skarið og fór í búrið til kallsins.
En það sem ég er að spá í og er að vona að einhver geti hjálpað mér með er það að það gengur ekkert að fingurvenja hvorugan fuglinn. Áður en kellingin kom var kallinn aðeins farin að setja aðra löppina á fingurinn á mér en síðan eftir að hún kom er hann alveg steinhættur því og er alveg skíthræddur (þó að ég haldi reyndar að hann sé bara að sýnast… ef fuglar geta það) og svo er kellingin líka alveg skíthrædd ef maður dirfist að fara með hendina inn í búrið….. ég veit ekki hvað ég get gert… við áttum fugla þegar ég var lítil og það gekk eins og skot að kenna þeim að fara á puttann… ég vona að einhver geti hjálpað mé
það er ömurlegt að vera peningalaus!