Amason

Amason páfagaukar eiga uppruna sinn að rekja til Mið- og Suður-Ameríku. Áður fyrr voru þeir mjög algengir en stofnstærð þeirra hefur minnkað vegna skógareyðingar í náttúrulegu umhverfi þeirra og aukning hefur orðið á að fuglarnir séu handsamaðir til að selja þá sem gæludýr. Flestar tegundir Amasona úti í náttúrunni teljast í útrýmingarhættu og til að reyna að vernda stofnana hafa verið innleidd innflutningshöft á villtum Amason fuglum til margra landa. Góðir heimilisfuglar fást þó hjá ræktendum.
Amasonar eru fjörugir persónuleikar, miklir skemmtikraftar, en þeim líkar ekki alltaf snerting eða knús. Sumir fuglar teljast jafnvel ofvirkir og skapbráðir. Almennt séð eru Amason fuglar ekki gæludýr sem gott er að hafa innan um börn.

Kaup á Amason fugli:

Við kaup á Amason þarf ýmislegt að hafa í huga. Nauðsynlegt er að lesa sér vel til um tegundina svo hægt sé að vita við hverju má búast. Athugið alltaf uppruna fuglsins áður en þið festið kaup á honum. Starfsfólk dýrabúða á að hafa undir höndum allar upplýsingar um fuglinn og ef þetta er eldri fugl er rétt að reyna að fá eins mikið af forsögu hans og hægt er, jafnvel að hafa samband við fyrri eigendur. Fuglinum fylgir mikil vinna, en hún er einnig mjög gefandi og skemmtileg. Mjög mikilvægt er að hafa í huga að þetta eru afar langlíf dýr og ábyrgðin á velferð þeirra liggur ætíð í höndum eigandans.

Við hverju má búast af Amason fugli:

Amason fuglar eru þekktastir fyrir frábæra eftirhermuhæfileika sína. Double Yellow-headed, Yellow-naped og Blue-fronted Amasonar virðast hafa mestu getuna til að tala, hlæja, hósta eða jafnvel herma eftir barnsgráti. Stundum virðist sem þetta liggi betur fyrir karlfuglum heldur en kvenfuglum. Aðrar Amason tegundir geta t.d. flautað og æpt. Allir Amasonar hafa tilhneigingu til að mynda tengsl við einn fjölskyldumeðlim frekar en annan og getur þetta komið fram sem árásargirni gagnvart öðru fólki, sérstaklega á pörunartímabilum. Þó að Mealy og Orange-winged Amasonar séu ekki eins líflegir og spjallandi og aðrar tegundir Amasona, eru þeir oftast nær blíðari. Handmataðir Blue-fronted Amasonar eru yfirleitt góðir félagar eiganda sinna.

Eru Amason fuglar gæfir?

Ungir, handmataðir Amason fuglar aðlagast fljótt nýjum aðstæðum og umönnun. Til að gera þá hæfari til að takast á við nýjar aðstæður ætti snemma á lífsleiðinni að kynna þá fyrir aðstæðum sem þeir mjög sennilega lenda í einhvern tímann seinna á lífsleiðinni s.s. ferðalög í bíl, heimsókn til dýralæknis, margir gestir í heimsókn í einu, önnur gæludýr á heimilinu. Hegðun Amasona þarf að móta, mikilvægt er að fuglinn búi við góðan aga og reglusemi. Eigandinn þarf að vera leiðtoginn, sem er umfram allt þolinmóður, umbunar góða hegðun og leiðir hjá sér neikvæða hegðun. Eigandinn þarf líka að vera undir það búinn að vera kann að beita þurfi aðferðum eins t.d. að setja hettu á höfuð fuglsins til að róa hann. En jafnvel þótt Amasonar séu vel þjálfaðir er ekki hægt að treysta þeim fullkomlega, þeir geta átt það til að bíta án nokkurrar sjáanlegrar ástæðu, sérstaklega eftir að þeir eru orðnir kynþroska.

Er Amason fuglinn þinn karlkyns eða kvenkyns?

Erfitt er að greina milli karl- og kvenfugla af tegundinni. Þeir eru því oftast kyngreindir með DNA rannsókn eða speglun á kviðarholi. Nokkur munur getur verið á stærð eða litbrigðum kynjanna ef að fuglarnir eru sömu undirtegundar, en ekki er hægt að staðfesta kyn nema með fyrrgreindum aðferðum. Erfitt getur reynst að rækta Amason fugla en auðvelt er að handmata ungana.

Hvað gera Amason fuglar allan daginn?

Amason fuglar eru leikglaðir og skemmta sér mjög gjarnan með einföldum leikföngum. Þeir dýrka að naga og því verða leikföngin að vera laus við alla eitraða málma, króka, skarpa hluti eða smáhluti sem auðvelt væri fyrir þá að gleypa. Þar sem margir Amasonar eyðileggja pinnana sína kerfisbundið, er mjög gott er að sjá þeim fyrir nag- eða tyggileikföngum og ferskum trjágreinum, sem klipptar eru af trjám sem eru hvorki eitruð né meðhöndluð með skordýraeitri. Á Íslandi er mikið af birkitrjám og barrtrjám sem eru ekki eitruð fyrir fuglana en í görðum er að finna ýmsar tegundir sem gætu verið eitraðar. Talið við dýralækninn ykkar ef þið eruð ekki viss um hvaða tré eru í lagi. Amasonar eru duglegastir við hljóðmyndun snemma á morgnana og seinnipart dags.

Búrið og nánasta umhverfi fuglsins:

Búrið ætti að vera eins stórt og hægt er, a.m.k. ætti að vera pláss fyrir fuglinn til að fljúga milli greina. Búrið þarf að vera hreint, öruggt, auðvelt í meðförum, úr endingargóðu, eiturefnalausu efni (forðist zink t.d. zinkhúð, zinkmálningu o.fl.). Í búrinu þurfa að vera greinar af mismunandi stærðum, hreinar, eiturefnalausar trjágreinar. Skynsamlegt er að halda sig frá sléttum tréprikum og plastprikum þar sem þau geta valdið nuddsárum á fótum fuglsins. Forðist að hafa greinar staðsettar beint yfir fóðurdöllum. Fóðurdalla og vatnsdalla skyldi hafa gegnt opnanlegri hlið búrsins. Einnig þarf að vera pláss fyrir nokkrar mismunandi gerðir leikfanga í búrinu.

Hvernig á að merkja fuglinn?

Tvær aðferðir eru notaðar til varanlegrar merkingar á fuglum, húðflúr og örmerki. Þótt að hægt sé að nota númeraða fótahringi, er sú aðferð ekki áreiðanleg. En hver fugl er með einstakt mynstur á fótunum, einskonar fingrafar. Myndir af fótunum, sem eru uppfærðar reglulega eftir því sem fuglinn eldist, er hægt að nota til að bera kennsl á fuglinn og til að koma í veg fyrir svindl sem getur sést með hinum aðferðunum. Mikilvægt er að eigandi meti hvort merkja þurfi heimilisfuglinn, t.d. er ekki hefð fyrir að merkja minni fugla hvorki með örmerkjum né húðflúri.

Hvers vegna á að vængstýfa?

Amason fuglar sem leyft er að fara frjálsir ferða sinna um heimilið, geta rekist á margar hættur á ferðum sínum, bæði líkamlegar og einnig eiturefni og er því mælt með að vængstýfa þá. Þeir geta einnig valdið töluverðri eyðileggingu á heimilinu. Markmið vængstýfinga er EKKI að gera fuglinn óflughæfan, heldur að fuglinn geti ekki forðað sér á miklum hraða á flugi, og til að koma í veg fyrir að þeir fljúgi út. Þar sem Amasonar eru frekar stórir fuglar, þarf að athuga að ekki sé vængstýft um of þar sem fall getur leitt til slæmra, jafnvel alvarlegra meiðsla á brjóstkassa. Vængstýfa þarf oftast 8-12 vikum eftir að fuglinn er í sárum.

Hvernig á að halda Amason fuglum heilbrigðum, ánægðum og öruggum:

Veitið fuglinum mikla athygli og nauðsynlega þjálfun, sérstaka áherslu þarf að leggja á að gera honum ljóst hver er leiðtoginn. Fóðrið með fersku, hágæða, eiturefnalausu heilfóðri, eins og Harrison´s High Potency, ásamt daglegri viðbót í formi niðurskorins grænmetis og ávaxta, samkvæmt leiðbeiningum á bakhlið pokans. Gefið ekki fuglasand, það er ekki nauðsynlegt með auðmeltanlegu heilfóðri. Hafið alltaf hreint og ferskt vatn hjá fuglinum. Fjarlægið og setjið nýtt fóður og vatn tvisvar á dag, til að hámarka virkni fuglsins. Sjáið til þess að fuglinn getið farið öðru hverju í bað, sturtu eða úðun (a.m.k. vikulega). Ef möguleiki er á að koma fuglinum í sólarljós vikulega (þá ekki gegnum gler og ekki of mikla sól) er það mjög gott fyrir fuglinn. Forðist að úða skordýraeitri í húsinu.

Hvað skoðar dýralæknirinn hjá heilbrigðum Amason fugli:

*Þurrar opnar nasir
*Sléttur goggur
*Tær augu án útferðarAmazon
*Sléttar, bjartar fjaðrir án fjaðurráka (stress bars), gegnsæi eða slitnum, úfnum brúnum
*Heilbrigði húðar
*Rétt líkamsstaða
*Engir hnúðar á fuglinum
*Jafnt skriðdýramynstur á fótum
*Klær og goggur af réttri lengd
*Kok og munnhol án útbrota og slíms
*Hlustun á hjarta, lungum og loftsekkjum

Algengustu vandamálin hjá Amason:

*Hegðunarvandamál s.s. bit, hljóðframleiðsla
Offita
*Merki um öndunarfærasjúkdóma (hnerri, nefrennsli, bólgin augu)
*A vítamínskortur
*Litabreytingar í fjöðrum
*Chlamydia
*Bakteríusýkingar
*Æxli
*Sár á fótum eða í munnholi
*Blóð í driti
*Fjaðurplokk
*Framfall þarfagangs (cloaca)
*Fast egg
*Eitranir

Margir sjúkdómar sem hrjá Amasona eru afleiðing næringarskorts. Að fara með fuglinn reglulega til dýralæknis í skoðun getur komið í veg fyrir marga af þeim sjúkdómum sem áður eru upptaldir og hjálpar þér þ.a.l. til að eiga langt og gott samband við þinn Amason fugl.

Hættur á heimilinu:
Mikilvægt er að hindra aðgang fugla að eftirfarandi:


*Loftviftum
*Heitri steikingarfeiti
*Teflon húðuðum hlutum (ofhituðum) og teflon gufum frá þessum hlutum
*Fuglafóthlekkjum
*Greinum með sandpappír
*Tóbaks- og sígarettureyk, handþvottur mikilvægur
*Súkkulaði
*Avocado
*Salti
*Áfengi
*Eitruðum plöntum
*Skordýraeitri
*Eitruðum gufum
*Leikföngum sem auðvelt er að taka í sundur
*Hundum, köttum og ungum börnum
*Cedarviði, rauðviði og þrýstimeðhöndluðum tréafskurði
*Sink og járn uppsprettum

Þýtt og staðfært með leyfi Harrison Bird Foods
©Anna Jóhannesdóttir, 2009 f. Animalia ehf.
-Það er snákur í stígvélinu mínu