Um árið 2005 ríkti mikil spenna í loftinu þegar ég keyrði miklubrautina í átt að Dýraríkinu til að ná í handmataða gárann minn. Ég var búinn að panta hann fyrir um 2 vikum áður og heimsótti hann nokkrum sinnum.. Um þennan aldur hjá honum gat hann rétt svo hægt á sér á niðurleið en samt reyndi hann alltaf að fljúga, æfingin skapar meistarann.
Ég fékk hann í litlu boxi og hann skrækti af hræðslu alla leiðina heim. Þegar komið var heim var auðvitað byrjað að leika sér. Hann gat ekki flogið og það fannst mér eiginlega skemmtilegasta tímabilið, s.s hann var svo gæfur, hann gat ekkert farið neitt. Svo byrjaði hann að geta flogið þvert yfir stofuna. Þá byrjaði gamanið, byrjaði að klessa á glugga og svona. Maður hleypti honum út oftar en daglega og maður var alltaf að gefa honum dót og hirsi og svona. Svo var það komið í einu sinni á dag að hann fékk að fara út en hann var samt alltaf jafn erfiður þegar hann fattaði að hann ætti að fara inn í búr og meira að segja ef maður kom/kemur nálægt búrinu stekkur hann á rimlana og vonast til að maður opni lúguna fyrir honum. Maður reyndi að kenna honum að tala en það gékk lítið sem ekkert. Skiptin sem hann fór út voru komin í umþb viku en hann alltaf jafn frískur og skemmtilegur, jafnvel uppáþrengjandi. Hann var farinn að herma eftir símahringingum og maður rauk alltaf upp til að svara í síman en nei, það var bara Tinni. Það kom í ljós að Tinni var stelpa en hann fékk samt að halda í nafnið Tinni því maður var orðin mjög vanur að kalla hann það. Núna er ég alveg hættur að nenna að hleypa honum út og það eru bara systkinin sem gera það núna. Manni þykir samt vænt um hann.