Það er nú svolítið síðan að þessi fugl yfirgaf jörðu en þetta er aldrei of seint:).

Hann Pási minn var grænn gári sem lést 14.febrúar 2008. S.s. á valentínusardag aðeins 3 ára.
Það versta var að sama dag var ég að fara til Danmerkur að versla og tveir dagar í afmælið mitt.

Ég vaknaði kl. hálf 4 um morguninn og gekk beint að búrinu til að kveðja litla yndið mitt. Sá hann ekki en lá hann þá á búrinu.
Líkaminn var heitur og vissi ég þá að hefði ég vaknað ca. hálftíma fyrr hefði ég getað kvatt hann:'(.
En svona er lífið.
Pabbi kom og sótti mig. Á leiðinni til Keflavíkur var ég gráti nær og pabbi talaði stanslaust við mig svo ég myndi gleyma mér aðeins.
Í flugvélinni hlustaði ég bara á Ipodinn minn og starði útum gluggann..já þetta var mjög dapur dagur.
Þegar við lentum fórum við strax með töskurnar eitthvert svo við gætum farið að versla.
Ég var búin að fá afmælispeninginn fyrirfram svo ég gæti eytt honum í Danmörku..en ég labbaði bara framhjá búðunum án þess að líta inn í þær.
Jú ég fór aðeins inn í H&M og pabbi tók fram einhverjar flíkur sem ég bara keypti(eitthvað sem ég nota ekki í dag) og fór svo aðeins í Fona og keypti mér einhverjar myndir.
Annars hafði ég enga löngun til þess að vera í búðum.
Svo þessi dauði var mér mjög sár.

Pási var mér eins og lítið barn þrátt fyrir að hafa verið “bara” gári.
Hann var alveg æðislegur. Hann púslaði með mér, spilaði með mér og ég tók hann stundum með í matarboð.
Hann fékk sinn eigin disk og sat hliðiná mér og nartaði í matinn og eftir það klifraði hann upp á öxlina mína.
Þannig var hann allt matarboðið.
Við sungum saman og gerðum margt.
Hann kunni að segja nafnið sitt og sætastur.
Flaug hann aldrei á spegla né glugga nema næstsíðasta daginn.
Sem véldi mínum áhyggjum.

Hann var alveg rosalega gæfur og sjálfstæður…mjög þrjóskur en dýrin verða eins og eigendurnir..right?=).

Læknismistök véldu dauða hans. Því er ég ótrúlega pirruð út í lækna í dag, enda var þessi fugl mér eins og mitt eigið barn..þótt það hljómi ekki alltof vel en þetta var ekki bara fugl.

Ég sá að það var byrjað að myndast eitthvað hvítt á goggnum á honum..samt var hann sá sami.
Ég fékk smá móðursýki og fór með hann til læknis.
Ég var send heim með svarið “hann er bara að verða gamall”.
Huhh..já?..gamall 3 ára.
Heimsku læknar-_-.

En lífið heldur áfram þótt ég sakni hans rosalega.
Allar þessar minningar og allt það sem við gerðum saman.
Hann vakti mig á morgnana og það var erfitt að byrja morgnana á væli í vekjaraklukku.
Að borða kvöldmatinn ein?..ekki deila honum með neinum var líka sárt.

En ég á mina vini, fjölskyldu og yndislegan kött sem hjálpuðu mér í gegnum þessi missi.
Því var hann skemmtikraftur fyrir alla.
;)