líkamstjáning African Grey

milli manna og dýra eru miklir tungumálaerfiðleikar
Menn nota miklu meira talmál til að tjá tilfinningar og langanir á meðan fuglar(og flest önnur dýr) nota líkamstjáningu
þess vegna hef ég ákveðið að koma með nokkra punkta varðandi líkamstjáningu african grey

sjálfur á ég 2 ára congo african grey að nafni moli, algjört yndi en þegar ég fékk hann þá fannst mér hann vera óþekkur
hann gargaði og skeit allstaðar, henti fóðri út um allt og mér fannst hann gera allt sem hann átti ekki að gera

hér kemur smá listi yfir líkamstjáningarstöður

Stendur á tvem fótum -ég er að fylgjast með hvað þú ert að gera
Stendur á öðrum fæti -bara chilla hérna
Stendur á öðrum fæti og ýfir fjaðrir -ég er virkilega afslappaður
Stendur á öðrum fæti
og nuddar goggi utan í hluti -ég er þreytt/ur
Stendur á öðrum fæti hausinn á milli vængjanna og
hálfúfinn og augu næstum lokuð -ég er að reyna að sofa hérna, láttu mig í friði og hafðu hljótt
haus snýr aftur og
hálffalinn undir væng -ég er sofandi
hristir stélið -ég vill læra eitthvað nýtt
nuddar goggi utan í fótfestu -er að hreinsa á mér gogginn
stendur á öðrum fæti með
hausinn lægri en hinn fóturinn -fjaðurhreinsun
lyftir vængjum og tekur í
mismunandi fjaðrir -fjaðurhreinsun
teygir sig aftur og lætur
gogginn renna eftir stélfjöðrunum -verð að láta stélið líta vel út
stendur uppréttur og starir á þig -ég vill að þú takir mig
ruggar sér fram og aftur á fótfestu -ég VILL að þú TAkIR mig
stendur á öðrum fæti og veifir
hinum fætinum -ég sagði TAKTU MIG UPP
haus niðri, vængir hálfir úti og
fjaðrir ýfðar og hallar sér fram -ég sé eitthvað sem ég vill fá
blakar vængjunum og
kominn niður á gólf -ég vildi að þú tækir mig upp en gat ekki beðið lengur
stendur á fætinum á þér -fyrirgefðu, eg ætlaði ekki að gera þetta, viltu taka mig upp
stendur á öðrum fæti og notar klærnar
á hinum til að klóra sér á kinnini -mér klæjar
goggur niðri við jörðina og
fjarðrir ýfðar -viltu klóra mér
haus niðri annar vængurinn
teygður niður og fóturinn með -bara teygja úr mér
haus niðri og vængir
alveg úti vísandi upp -bara klára að teygja úr mér
goggur alveg opinn og
teygir hausinn langt mögulega út -það er þungt loft hérna inni
tekur í búrrimlana með gogginum, stendur á öðrum
fæti og rótar með hinum í botninum -hleyptu mér út
stendur alveg kjur með hausinn í
axlarhæð og horfir beint á þig -ég er að bíða eftir að þú horfir eitthvað annað svo ég geti gert eitthvað sem ég má ekki
goggur alveg við jörðu
og fjaðrir ýfðar -reyndu að klóra mér svo ég geti reynt að bíta þig
hangir í búrinu með goggnum og fótunum -ég er að ákveða hvert ég á að fara
hangir bara með fótunum -leika mér
hangir bara með öðrum fæti -enn bara að leika mér
hangir bara á goggnum -bara að leika mér, þú átt samt að halda að ég sé að detta hehe
hangir bara á goggnum og dettur
niður í botninn -haha bara að grínast, þú hélst að ég væri að detta
haus í lágri stöðu og snúinn í 90° -það er eitthvað á gólfinu sem mig langar í
opnar gogginn og hreyfir
tunguna eins og hundur -má ég smakka það sem þú ert að drekka
stendur á handlegg og bítur
í bolinn sem þú ert í -mér langar upp
hangir í bolnum og veifar öðrum fætinum -ég vill niður
hangir bara á goggnum í bolnum þínum og
veifar báðum fótum -settu mig niður NÚNA
tekur skref afturábak og
nuddar stélinu niður -ég þarf að kúka
liggur á bakinu með fætur út í loft -ekki séns að ég sé að fara að gera eitthvað

annars er orginal greinin á ensku hérna http://www.itsagreysworld.com/fun/bodylang.htm
stjórnandi frá fornöld kubbur#2950