Snjótittlingur – sólskríkja (að sumri) Útlitseinkenni:
Karlfuglinn er að sumarlagi að mestu hvítur, höfuð, háls, bringa, kviður og vængir að hluta eru hvít að lit. Á baki er hann svartur og að hluta á vængjum. Stél er svart eða dökkt í miðju en hvítt yst. Á veturna verður fuglinn dekkri, svört eða dökkbrún kápa á baki og höfuð og háls með brúnu og ljósu yfirbragði. Kviður og bringa dökkna einnig en eru þó hvítleit. Kvenfuglinn er að sumri aftur á móti grárri. Höfuð og háls eru mógrábrún og bak og hluti vængja svört eða dökk, bringa með hvítri en samt brúnleitri slikju og kviður dekkri, stél dökkt. Á veturna verður litur hennar svipaður karlinum. Goggur gulur en svartur á karlfugli að vetri til og fætur svartir.
Um lífshætti:

Eins og nafnið gefur til kynna hefur fuglinn fagra rödd enda um hann ort ljóð af einu af þjóðskáldum okkar, Þorsteini Erlingssyni (1858 til 1914) en ljóð þetta heitir Sólskríkjan.

Fuglinn verpir jafnt á láglendi sem á hálendi. Kjörlendi hans er svæði með klettum og urðum og hraunum. Hreiðri sínu velur hann gjarnan stað í gjótum og skorningum eða undir steinum. Hreiðrið er vandað af gerð, ofið úr stráum og klætt með fiðri. Í það verpir hann fjórum til sjö eggjum. Á sumrin nærist sólskríkjan helst á skordýrum og smádýrum hverskonar en einnig á fræjum og berjum.

Á veturna leita snjótittlingarnir oft á náðir mannanna um fæðu, sérstaklega á snjóþungum vetrum þegar fæðu er litla að hafa. Fljúga þá fuglarnir gjarnan í stórum hópum og gleðja okkur mannfólkið með nærveru sinni enda ekki fjölskrúðugu fuglalífi fyrir að fara á hörðum vetrum.

heimildir:http://www.eyjafjoll.is
lol