Ég ætla að segja aðeins frá fuglinum mínum, sem er kvenkyns gári. Hún er gul og því fannst mér það sjálfsagt að hún yrði skírð Tweety. Ég fékk hann í nóvember 2003, og varð hún 3 ára 23. september. Hún er svaka gæf og kom hún á putta og öxl á fyrsta degi. Henni fynnst rosalega gaman að naga blöð og svona. Hún hefur nokkrum sinnum nagað nammi stangir í tvennt.

Ég hef einusinni látið vængstífa hana, til að þjálfa hana, en það var í maí, og það tók um það bil fjóra mánuði fyrir fjaðrirnar að vaxa aftur. En ég ætla ekki að vængstífa hana aftur. En hún getur verið mjög róleg í marga daga, svo kama dagar sem hún er tryllt, maður tekur hana út í klukkutíma, setur hana inn og fer út úr herberginu, og þá getur hún stundum tryllst, en oftast ekki sem betur fer. Hún elskar líka að fara í bað, en alls ekki í baðkarið, vill bara fara í fuglabaðir.

Einu sinni keyptum við annann fugl til að hafa með henni, en það gekk ekki. Vorum með hann í smá tíma, en þau voru skíthrædd við hvort annað, og ef þau komu nálægt hvor annari þá urðu bara slaksmál. Svo við skiluðum fuglinum því þetta var ekki að ganga.

takk fyrir mig