Trix - 2. Að Kyssa Sorry hvað ég er sein að senda þetta inn :P



Nokkrir punktar sem er gott að hafa í huga við þjálfunina:
*Aldrei refsa fuglinum fyrir að gera eitthvað rangt. Bara hrósa/gefa verðlaun fyrir það sem hann gerir rétt og hundsa það sem hann gerir rangt.
*Helst að þjálfa fuglinn daglega, 10-20 mínútur í senn. Hættið þjálfuninni ef fuglinn sýnir henni ekki áhuga og reynið aftur eftir nokkra tíma/næsta dag
*Nammiverðlaun mega ekki vera of þung í magann og fuglinn má ekki vera of lengi að klára þau. Mér finnst Rice Crispies virka best.
*Alltaf nota sama orðið til að hrósa fuglinum. Ég segi alltaf “dugleg/ur!” með happy röddu. Það verður líka að enda þjálfunina glaðlega, þótt fuglinum hafi ekki gengið vel.
*Fuglinn má ekki verða fyrir truflunum á meðan þjálfuninni stendur svo það verður að þjálfa hann á rólegum hlutlausum stað
*Verið þolinmóð, þótt að fuglinn nái þessu ekki strax þá kemur það með tímanum :)


Að Kyssa

Það er líka auðvelt að kenna þetta trix. En það verður að passa að fuglin sé ekki bitvargur :P og að hann fái ekki munnvatn þegar hann sækir nammið. Það eina sem þarf er nammið.

Hafðu fuglinn á puttanum (notaðu “upp!” skipunina ;) og settu nammið á milli varanna. Gefðu skipunina (T.d. “fæ ég koss?” eða “kyssa”) og færðu fuglinn að andlitinu. Þegar hann tekur nammið skaltu hrósa honum og endurtaka þetta. Þegar han er búinn að ná þessu geturu haldið á namminu í annari hendi, fært hann að andlitinu og sagt skipunina. Ef hann kyssir þig ekki þá þarf að æfa betur með nammið milli varanna, en ef hann hinsvegar nær þessu þá er gott að endurtaka þetta nokkrum sinnum og þá er fuglinn er búinn að læra að kyssa eftir skipun :D




Önnur trix:
1. Stíga upp á puttann


Næsta trix verður að kenna fuglinum að heilsa :)