Matarræði fuglsins Matarræði sem byggist eingöngu á fræblöndum, skortir mörg næringarefni eins og vítamín A og kalk, og það er of fitumikið. Sumir fuglar borða jafnvel bara uppáhalds fræin sín úr blöndunni. Fræin eiga í rauninni bara að vera lítill hluti af fæðunni. Þessvegna fóru fyrirtæki að hanna pellets, sem eru búin til úr kornum, fræjum, grænmeti, ávöxtum og fleiru. En pellets er ekki heldur nógu hollt fyrir fuglana. Þess vegna er best er að gefa þeim blöndu af fræjum, pelletsi og ávöxtum/grænmeti.

En hvað ef fuglinn vill ekki smakka eitthvað nýtt?
Ef fuglinn er hændur að þér þá virkar oft að borða smá af nýja matnum, látum sem það sé epli, og segja fuglinum að þetta sé rosalega gott með hvetjandi röddu. Þá ætti fuglinn að verða forvitinn og smakka eplið. Sumir fuglar eru samt feimnir og vilja ekki smakka það strax. Þá skaltu skilja fuglinn eftir einan með eplabitan nálægt eftir að hafa sagt hvað það sé gott, eða allavega láta fuglinn halda að hann sé einn.
Önnur aðferð er að gefa fuglinum nýja eplið á morgnana í ílátinu sem hann er vanur að borða úr en sleppa fræblöndunni. Hann verður samt að fá fræblönduna aftur eftir 1-2 klst.
Svo er líka sniðugt að festa eplabitann nálægt uppáhaldsstað fuglsins. Þannig verður hann forvitinn og langar að vita hvað þessi nýji hlutur gerir.

Það sem má ekki gefa fuglinum:
Súkkulaði, avokadó, eitthvað sem inniheldur koffín eða alkóhól, unnar kjötvörur (eins og pylsur og kjötbollur) eða annað sem inniheldur nítrat og MSG (“þriðja kryddið”), lauk, ávaxtasteina/fræ og matur sem inniheldur mikið af fitu, salti eða sykri.
Fuglar eru líka með laktósa óþol svo mjólkurvörur eru á bannlista, fyrir utan lítið magn af osti og jógúrti.

Muna svo að hreinsa ávexti og grænmeti vel áður en fuglinn fær það. Það verður að taka steinana/fræin úr t.d. eplum, tómötum og paprikum og hreinsa glanshúðina af eplum og vínberjum ef það á að gefa þau með hýðinu