Jæja Hugarar góðir,

nú er kominn sá árstími að sólin kemur með allt sitt góða veður og hitann í þokkabót :) Og þarsem það er svo heitt opnum við gluggana og svalahurðarnar svo við köfnum ekki heima hjá okkur í öllu saman.

En það er líka eitt sem fylgir þessum árstíma. Og þetta hef ég tekið vel eftir núna undanfarið. En það er það að fuglarnir sleppa út og týnast :(
Núna undanfarið hef ég verið að sjá ansi margar auglýsingar um týnda fugla, og vil ég brýna fyrir ykkur að passa litlu krúttin.

Ég er alls ekki að banna ykkur að hafa opna glugga eða hurðar, heldur að fylgjast vel með þegar fuglarnir eru lausir og opið út. Það tekur bara eitt augnablik, akkúrat augnablikið sem við rétt litum af fuglinum, að hann flýgur út um hurðina eða gluggann og týnist.

Auðvitað þora ekki allir að vera með fuglana sína nálægt opnum glugga, og hvað þá opinni svalahurð! En um leið og sumir þora því ekki, hika aðrir ekki við það. Ég meina, fuglinn minn fer ekkert að fljúga í burtu frá mér.. RANGT!! Við getum ekki sagt eitthvað í þessa áttina.. við vitum ekki með 100% vissu hvað fuglinn er nákvæmlega að hugsa. Allt getur skeð og við verðum að vera varkár og reyna að sjá fyrir hlutina.

Í sambandi við minn fugl, reyni ég að koma í veg fyrir öll “ef” sem mér dettur mögulega í hug. Þarna má nefna “ef honum dettur í hug að fara útum svalahurðina/gluggann?” En ég verð líka að viðurkenna það að ég er ein af þeim sem þori ekki að vera með hann nálægt opnum glugga eða svalahurð. Ég þori ekki einu sinni að fara með hann út í bíl án þess að vera með hann í ferðabúri.

Sumir reyna að sporna við því að fuglinn þeirra fljúgi út með því að vængsnyrta þá. Jújú, það er alveg lausn.. en aðeins uppað vissu marki. Þegar fugl er vængsnyrtur getur hann einungis flögrað. Og hann getur alveg flögrað út, fengið örlítinn vind á sig og þá er það bara “bæbæ” þarsem vindurinn fer undir vængina og tekur fuglinn með sér.

Það sem ég er að segja með þessu er: Passið uppá fuglana í guðanna bænum. Það vill enginn þurfa að hlaupa um allt hverfið sitt í leit að litlu elskunni sinni.

Takk fyrir okkur,
Hilda og Paco
það er ömurlegt að vera peningalaus!