Patagonian Conure Jæja, hvernig væri það að ég færi að fjalla eitthvað um litla “strákinn” minn? :D
Hann Paco kom til okkar í sumar en hann er af tegundinni Patagonian Conure. Hann kunni að fara á putta (þó aðeins þegar puttinn kom til hans, ekki þegar maður gaf upp-skipun), og segja “halló” og “Paco” :D
Núna er hann farinn að skilja upp-skipunina, en hann fer þó í flestum tilvikum á puttann þegar hann kemur (án skipunar semsagt) en ég vil meina að þetta sé allt að koma hjá honum :D Einnig er aðeins búið að bætast við orðaforðann hans, hann kann s.s. núna að segja: “halló”, “Paco”, “hæ” og “kakó” (amma hans er alltaf að segja “kakó” við hann nefnilega.)
Hann kann líka aðeins að flauta, en það er þó ekki mikið :D Hann kann líka fullt af sniðugum köllum/öskrum/hrópum (veit bara ekki rétta orðið yfir þetta) :D Og svo er nýjasta hljóðið hans að ROPA!! :D Hann lærði það samt alveg óvart :)

Ég keypti Paco í versluninni Furðufuglar og Fylgifiskar en hann var þar í umboðssölu. Hann er 3 ára og átti fyrst heima á Spáni :) Tjörvi (eigandi F&F) sagði mér að það væru ekki margir Patagonian Conure á Íslandi en samt einhverjir. Ég hef samt ekki séð annan slíkan (hef samt ekkert verið að leita neitt af fullri alvöru, bara sona svipast) auk þess sem Paco er sá eini af þessari tegund sem ég hef séð.

Jæja, vona að þið hafið haft gaman af að lesa um hann Paco minn =)
það er ömurlegt að vera peningalaus!