Hahn's Macaw Þar sem ég á sjálf hahn's macaw þá ákvað ég að setja inn grein um tegundina

Það er aðeins léttara að sjá um Hahn’s macaw en marga af hinum fuglunum í hans ætt út af því hversu mikið minni hann er. Vegna mikilla gáfna er hann auðveldlega þjálfaður, með frjálslegan, fyndinn og skemmtilegan persónuleika. Samt eru einstakir fuglar sagðir vera háværir og flestir munu taka talsyrpur 1-2 á dag eins og aðrir páfagaukar. Þó þeir séu ekki taldir vera meðal bestu talfuglanna þá ná sumir því mjög vel. Þeir mynda fljótt samband við eigendurna og munu skemmta þeim í langan tíma með ofsafengnum skrípalátum. Fæða á Hahn’s macaw með margs konar fræjum, ávöxtum og grænmeti til að tryggja nóga næringu. Það er best að strá vítamíndufti yfir matinn – fjölvítamín og kalsíum eru mjög mikilvæg. Karlfuglar þurfa aðeins kalsíum tvisvar á viku en kvenfuglar sem eru í varpi þurfa kalsíum 5 sinnum í viku. Hahn’s macaw þurfa mikið af fersku vatni, dóti, nagdóti og góð fuglaprik til að líða sem best. Þeir lifa í 25-40 ár eða jafnvel lengur með góðri umönnun.
Útaf glæsilegu litarfari Hahn’s macaw fuglsins er hann oft kallaður ‘Red shouldered macaw’. Þeir eru líka þekktir sem ‘Hahn’s miniature macaw’ útaf stærðinni. Þeir verða um 30cm frá goggi að enda á stéli og eru mest með grænar fjaðrir en rauðar fjaðrir eru undir vængjunum og fallega bláar fjaðrir á enninu. Rauðbrúnn blær er á fjöðrunum, sem sést mjög vel þegar fuglinn er baðaður. Vænghaf þeirra verður 15-17cm. Goggurinn er dökkdrár og í andlitinu er hvít húð með smáum svörtum fjöðrum. Fæturnir eru gráir og stélið og flugfjaðrirnar er ólívugular undir.
Í náttúrunni lifir Hahn’s macaw fuglinn í regnskógum norður af Amazon í Brasilíu, auk Guyana og austurhluta Venezuela. Hann hefur einnig fundist í Surinam. Eins og er, eru deilur um hvort hann tilheyri ætt Ara eða ‘Diopsittaca’.

Þýtt af - http://www.centralpets.com/pages/critterpages/birds/par rots/PRT5711.shtml