Jæja það er svo lítið um að vera á þessu áhugamáli svo ég ætla að senda inn grein um fuglana mína =)

Ég á fimm fugla og það eru allt gárar ég var nú bara að fá þann fimmta í dag =)

En allaveganna þeir heita Tímon, Kleopatra, Tristan, Ísold og Pési
“Hann” pési er nú reyndar stelpa en þar sem hann hét þetta þegar ég fékk hann þá ætla ég bara að halda nafninu á honum hann er örgulega farin að þekkja nafnið svo það er ekkert vit í því að breyta um nafn held ég.

Tímon: Tímon er fyrsti fuglinn sem ég fékk hann er um 1 árs. Hann er grænn, gulur smá blár og með svartar rendur á vængjunum hann er handmataður en er með hinum fuglunum í búri þannig að hann er ekki jafn gæfur og flestir aðrir handmataðir fuglar en hann er nú samt frekar gæfur og hann er í mestu uppáhaldi af fuglunum mínum (ég veit að maður á ekki að gera upp á milli dýrana sinna en Tímon er gæfastur svo ég held mest upp á hann)
En því miður er hann Tímon eitthvað veikur :’(
Ég veit ekki hvað er að honum en það vaxa ekki allar flugfjaðrirnar á hann eða þær detta alltaf af svo hann getur ekki flogið og svo detta stélfjaðrirnar alltaf af honum.
Og svo lætur hann alltaf höfuðið lafa niður með bringunni.
Æ það er svo erfitt að horfa upp á litla greið svona ég vorkenni honum svo.
Veit eitthver hvað er að honum og hefur eitthver lent í þessu ?

Kleopatra: Hún Kleopatra er ljós gul á litin og hún er um 1 og hálfs árs. Ég keypti Kleopötru upphaflega sem konu fyrir hann Tímon þá var hún um svona 9-10 mánaða og hafa þau verið saman í búri síðan þá og líkar alveg ágætlega við hvort annað en eru ekkert ástfangin né neitt og sýna enga varptilburði enda er Tímon veikur og ég vil nú ekki að hann fari að verða “pabbi” því það gæti erfst í ungana.
En hún Kleopatra er allgjör frekja og er frekar stygg þegar ég fékk hana lét ég vængstífa hana og reyndi að gera hana gæfa en það gekk því miður ekki.

Tristan: Hann tristan er ljós gulur með smá “gráum” röndum á bakinu ég held að hann sé um 1 og hálfs árs líka. Ég fékk hann Tristan gefins með fuglabúri sem ég keypti mér sem er risastórt og var sér smíðað eða eitthvað álíka en það er rosalega flott.
Hann tristan er rosa frekja og er líklega að verða pabbi því ég held að hann og Ísold eða Kleopatra séu að fara verða er ekki viss hvor :$
En hann er rosaleg frekja og rosalega stuggur, en hann syngur rosalega fallega =)

Ísold: Hún er blá gul og með allskonar liti blandaða á bakinu =) og hún er á svipuðum aldri og hinir fuglarnir og er því um 1 og hálfs árs. eins og ég sagði hér að ofan þá fékk ég hana gefins með búrinu mínu og hún er svolítið frek en ekki næstum eins og Tristan henni finnst gaman að fljúga laus en vill aldrei fara út úr búrinu nema hún sé tekin út sjálf :S

Pési : “Hann” Pési er víst stelpa en hann er orðin 13 ára svo ég vil ekki breyta nafninu ég var nú renndar bara að fá hann áðan þannig ég get ekki skrifað mikið um hann en hann er gulur smá grænn, blár, og smá svartur og hann er mjög unglegur miðað við hvað hann er gamall.

Jæja ég vona að eitthver hafi nennt að lesa þetta þótt þetta sé nú ekki mikið en þetta er nú bara svona smá kynning á fuglunum mínum :) og ef eitthver veit vað er að honum Tímoni mínum endilega látið mig vita.
“It is our choices Harry, that show what we truly are, far more than our abilities.”