Hæ, ég hef átt 3 páfagauka um æfina (gára) og ég ættla að segja aðeins frá þeim :). Fyrsta páfagaukinn fékk ég af frænda mínum þegar ég var umm 11 ára, ég kallaði hann bara pása, hann var svartur og hvítur á litinn en hann gat ekki flogið :S. Þegar ég fékk hann var frændi minn búinn að fara svolítið illa með hann þanngi að hann þorði ekki að fara útúr búrinu sínu :S en svo vandist hann mér smátt og smátt. En þegar ég var búin að eiga hann í soldinn tíma dó hann :( :'( enginn veit afhverju :'( en svo fékk ég mér annan páfagauk sem var stelpa og ég kallaði hana Perlu, hún var hvít og blá þegar ég fékk hana en svo byrjaði að koma smá gulur litur á hana þegar hún eldist. Hún var besti páfagaukur sem ég hef átt og hún vandist mér vel þó að það hafi tekið smá tíma. Svo þegar ég var búin að eiga hana í umþaðbil 1-2 ár fékk ég mér annan sem var karlkyns og ég nefndi Pési. Hann var næstum því alveg blár á litin og var bara 2 vikna þegar ég fékk hann. Hann var svolítið stiggur og var oft að slást við Perlu, þau urðu aldrei vinir :S. En fyrir svona umþaðbil 2 mánuðum fékk ég mér hund og þá þurfti ég að selja Perlu og Pésa :'( :'( en ég vona að þau hafi farið til góðs fólks :).
Afsakkið óþægindin =D