Markús gelgja Markús minn er orðinn alveg hrikaleg gelgja! Hann er að fella fjaðrir á fullu núna, það eru fjaðrir út um allt. Hann er að verða svo fallega gulur. Ég á eftir að sakna gamla litsins alveg hrikalega, hann er líka svo fallegur. En það er huggun að nýji liturinn er eins fallegur og ég gæti hugsað mér á páfagauk. En já gelgjuskapurinn… Markús er búinn að hegða sér rosalega illa upp á síðkastið, hann er búinn að breytast í alveg hrikalega öskurapa, sé næstum eftir því að hafa ekki látið hann bara heita api litli… hann öskrar alltaf þegar hann verður pirraður og það er oft núna uppá síðkasið. Þetta er bara eins og að hafa pirraðan ungling á heimilinu. Þessi öskur eru vandmeðfarin því það er ekkert grín að ýta undir öskur hjá svona fugli, hann er með mjög háværa rödd, ótrúlegt að svona öskur komi úr svona litlum lungum. Maður getur sem sagt ekki farið til hans þegar hann byrjar að öskra og tekið hann úr búrinu, það myndi ýta undir þá aðferð fyrir hann að nota til að fá að fara út. Eina sem ég get í raun gert er að sýna honum mikla athygli þegar ég get og hjálpa honum mikið að snyrta sig á þeim stöðum sem hann nær ekki til. Núna liggjum við Markús upp í rúmi, hann er að snyrta á mér andlitið, það er svo gott að hafa svona lítinn snyrtara… hann varð eitthvað pirraður fyrr í morgun og gaf frá sér skaðræðisöskur. Auðvitað vakti litli apinn mig og ég varð soldið fúl en ég beið bara í smá stund og tók hann útúr búrinu. Hann er núna búinn að vera að kúra hjá mér í klukkutíma, það er búið að vera svoooo yndislegt. Hann er búinn að fá höfuðsnyrtingu frá mér, fótanudd (já hann elskar fótanudd) og ég er búin að knúsa hann alveg í klessu. Það er svo gaman að fá að kúra með honum, hann er nefnilega búinn að breytast á þessari gelgju og er ekki eins mikið fyrir að kúra. Hann var venjulega kominn undir peysuna mína klukkan 8 á kvöldin þegar hann var enn lítill ungi og svaf þar allt kvöldið, núna er hann meira fyrir að prakkarast en kúrir alltaf inn á milli hjá manni. Það er svo yndislegt að eiga svona quality time með fuglunum sínum!
If you want to make an apple pie from scratch, you must first create the universe.