Markús í baði Markús minn er soldið skondinn fugl. Ég hef lesið það á netinu að sólpáfar eins og hann elski að fara í bað. Ég varð aldrei neitt sérstaklega vör við þetta hjá honum þar til nú nýlega. Hann er farinn að taka upp á því að vilja baða sig í vatnsglösum og í vatnsdallinum sínum, sem bæði innihalda oftast ískalt vatn. Ég sem er svo rosalega góð mamma er búinn að vera að reyna og reyna að fá hann til þess að baða sig frekar í volgu vatni, annað hvort úr vaskinum eða skál en það er ekki að ræða það hjá herra Markúsi. Hann er prinsinn á heimilinu og baðar sig bara þar sem honum sýnist! Svo reyndi ég meira, fór útí dýrabúð og keypti fuglabað handa honum, gat svo sem búist við því að hann vildi það ekki heldur. Hér læt ég fylgja mynd af honum sem er tekin rétt eftir vatnsdallabað. Hann byrjar alltaf að hlaupa um búrið og nudda sér utan í allt til að þurrka sér. Hann dýfir sér m.a. fram af stöngunum með útrétta vængi, þetta er alveg sjón að sjá hjá litla gæjanum og besta skemmtun.
If you want to make an apple pie from scratch, you must first create the universe.