Ég á kvenkyns gára sem ég fékk gefins fyrir ári síðan. Hún er 3 að verða 4 ára gömul og hefur verið ein frá því að hún var mjög ung.

Þegar að ég fékk hana fyrst þá beit hún enn núna gerir hún það bara stundum þar sem ég er búin að vinna mjög mikið í því. Ég er alltaf með búrið hennar opið og þegar að ég er ekki hjá henni er ég með ljós og útvarp hjá henni enn hún vill samt aldrei fara útúr búrinu.
Ég hef einstaka sinnum séð hana fara út og þá klifrar hún bara á búrinu. Þegar að maður tekur hana út þá fer hún beint á búrið eða á hausinn á manni. Það er eins og hún sé hrædd við einhvað enn ég veit ekki hvað. Kannski hefur einhvað gerst við hana áður enn ég fékk hana.

Allavegana var ég að pæla í því hvort það væri í lagi að fá kall eða kellingu með henni til að hún fái félagsskap. Ég fór reyndar í dýrabúð og maðurinn þar ráðlagði mér frá því þar sem að hún gæti hreinlega drepið hinn fuglinn. Nú veit ég ekki alveg hvað ég á að gera enn vil endilega gera það sem er best fyrir hana.

Endilega ef þið hafið góð ráð fyrir mig að segja mér frá þeim.

Takk fyrir.