Langaði að semja þessa grein, aðallega fyrir þá sem eiga ekki fugla en langar í og eru kannski að spá í hvernig fugl þeir ættu að fá sér. Ég á gára og þótt hann sé nú alveg yndislegur og ég myndi aldrei láta hann frá mér þá er ég orðin aðeins spenntari fyrir stærri fuglunum :) Bara það að lesa sögurnar af sólpáfunum hérna ýtir ennþá meira undir það :)
En fyrir byrjendur, þá eru gárar afar hentugir. Sérstaklega ef eigandinn er ekki orðinn mjög gamall. Ég fékk minn fugl t.d. þegar ég var 10 ára, og held ég hefði ekki ráðið við miklu meira þá :)

Þannig að… ef þið eruð að spá í að fá ykkur gára, þá ætla ég að setja smá upplýsingar um þá hér.

Gárar eru 16-20 cm langir og vega u.þ.b. 35-40 grömm. Þeir geta orðið allt að 15 ára gamlir (jafnvel eldri, fer eftir ýmsu) en þegar gári er orðinn 10-12 ára er hann oftast talinn vera orðinn frekar gamall og margir gárar ná jafnvel ekki þeim aldri. Með góðri ummönnun og réttu fæði ætti gárinn þó að geta náð nokkuð háum aldri :)
Gárar eru miklir persónuleikar og þurfa oft mikla athygli. Þeir taka oft ástfóstri við eiganda sinn eða annan á heimilinu, vanalega þann sem gefur þeim að borða og hugsar mest um þá.
Ef kaupa á gára verður að hafa ýmislegt í huga. Það sem mestu máli skiptir er að fólk viti hvað það er að fara út í, því að þótt þetta virðist allt vera mjög létt verður að passa sig á því að gárinn endi ekki vanræktur í stofuhorninu og nánast enginn sem veitir honum eftirtekt.
Kyn gára er vanalega frekar auðvelt að átta sig á þegar gárinn er orðinn nokkurra mánaða gamall. Vaxhúðin ofan við gogginn verður bláleit á karlfuglinum, en bleik eða brún á kvenfuglinum. Oft á fólk samt erfitt með að átta sig á litnum, en þá er oft gott að bíða bara aðeins lengur og á endanum sést liturinn ofast mjög greinilega.
Ef þið fáið ykkur tvo fugla, af sitthvoru kyninu, gæti verið að þið næðuð að koma upp ungum. Passið bara að ef að fuglinn hefur verpt oft og eggin eru alltaf ófrjó, að láta hana ekki verpa endalaust, það er ekkert létt fyrir hana að koma þessum litlu - en þó stóru miðað við stærðina á fuglinum - út úr litla líkamanum hennar:)
Mínir fuglar náðu, eftir nokkrar tilraunir, að eignast einn unga. Það var frábært að fylgjast með þessu og sjá hann vaxa og þroskast:)

Vængstýfing: Ef þið viljið fá gæfan fugl með mikinn persónuleika, þá er mjög sniðugt að láta vængstýfa hann. Þá eru flugfjaðrirnar hans aðeins styttar ( held ég ) og þá verður hann enn hændari að eiganda sínum, aðallega vegna þess að hann verður að treysta honum meir eftir að flugfjaðrirnar eru farnar. Þetta er alveg sársaukalaust fyrir fuglinn og fjaðrirnar vaxa aftur eftir nokkurn tíma.

Jæja, ég ætla að láta þetta nægja.. ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi gára þá skal ég reyna að svara þeim :)

Kveðja, Sweet
Játs!