Dreki Ég á alveg yndislegan sólpáfa sem heitir Dreki, hann er bróður Markúsar :D Þeir eru báðir nýkomnir úr handmötun. Sólpáfar eiga það til að vera rosalega hávaðasamir og öskra en þeir eru svo mikklir trúðar og karakterar að maður gleimir þessum örfáum öskrum.

Dreki er fljótur að aðlagast, ég er búin að eiga hann í ca 10 daga og hann er strax orðinn vanur mér og hann er farinn að læra að tala og grallarast, mér var sagt að það gæti teki nokkra mánuði. Hann segir “píkabú”, felur sig þegar ég segi “hvar er Dreki?”, hann svarar nafninu sínu, kemur á putta án þess að hika (oftast), kúkar eftir skipun (þegar honum er mál) og margt fleira. Hann er svo góður og yndæll. Hann klórar á mér hálsinn þegar hann er að kúra hjá mér, hann klórar og sleikir, bíst við að hann sé að borga fyrir klórið sem hann fær altaf á kvöldin :)

Mér skilst að ég og Ukyo séum þau einu sem eigum sólpáfa á landinu, samt efa ég ekki að örfáir eigi svona fugla, ekkert mál að kaupa þá erlendis í sumarfríi og flitja þá hingað án þess að dýrabúðirnar viti. :)

Langaði bara að segja frá yndislega sólargeislanum mínum :)