Hann Grámosi  minn. Ég á yndislegan Dísargauk, sem heitir Grámosi, er hefur sem gælunafn Mosi. Hann er mjög sérstakur fugl. Ég er alltaf að reyna að læra betur og betur á hann, því hann hefur sko áveðnar hugmyndir um lífið og tilveruna.
Hann kom úr eggi um 1. mars 2002 þannig að hann er rúmlega ársgamall í dag.

Hann var ekkert nema blíðan og ljúfmennskan fyrstu mánuðina, en um 6 mánaða (kynþroska? aldurinn fóru að sjást breytingar.
Hann gerir sig til við alls kyns tuskur, púða o.s.frv. sem eru mjúkar, þá finnst mér sjá mökunartilburði hjá honum. (O:

Og þergar hann er í þeim ástarham, þá getum við átt á hættu að hann bíti okkur. Þá pirrum við hann auðsjáanlega mikið, og ég hef verið að spekúlera hvort hann sé að verja svæðið “SITT” ?
Það að hann bítur, er einhvernveginn tengt þessum mökunartilbrigðum . En lang mest uppáhaldviðhaldið hans eru tærnar á fólki. Við þær (tærnar) kurrar hann og lyftir vængjum og reynir að koma þeim til við sig og setur sig sjálfan í samfarastillingu tilbúinn í action!! (o:

Mig langar að læra að þekkja fuglinn minn, hvað þýðir t.d. ef hann ýfir brúskinn alveg upp?
stundum reigir hann sig allan upp eins og reigður hani, en svo strax á eftir lætur hann hausinn detta niður á borð og rennir goggnum smá stund á eftir.

Hann þolir ekki vatn Hann vill ALLS EKKI fara í bað. Eg hef reynt að spreyja hann, en ekki er það betra, þá bara gargar hann og verður hræddur.

Hann er samt mjög sniðugur fugl. Hann segir “ halló” og “hæ”
hermir eftir símhringingunni .Svo syngur hann afskaplega fallega.

Ég hefði gaman að fá viðbrögð við grein minni. Í einni grein las ég að einn gjöbreyttist við að hafa spegil,er það rétt? Ég hef ekki þorað að hann sæi annan fugl, hélt að hann myndi fjarlægast okkur þá meira.
En nóg um þetta í bili. Takk fyrir frábæra síðu sem henta svona fólki sem er ekki á kafi í heilsuræktinni eða safna fyrir öðrum jeppa eða utanlandsferðum.
Baráttukvejur
Marzibil