Jæja nú er ég búin að eiga Kára svolítið lengi í svona tvo mánuði en ég keypti hann frá Tjörva í furðufuglum. Hann er svo skemmtilegur fugl og alveg rosalega háður okkur foreldrum sínum þegar við skreppum inn í eldhús þá öskrar hann eins og hann eigi lífið að leysa ásamt því ef hann er laus og við förum inn í eldhús flýgur hann til okkar.
Ég bjóst aldrei við að fuglar gætu orðið svona gæfir og góðir en hann er alveg eins og hundur. Við höfum hann alltaf lausann þegar við erum heima og hann getur farið inn í búrið ef hann vill þannig ræður hann alveg hvað hann gerir.
Það sem honum Kára finnst mjög skemmtilegt er að vaska upp þ.e. að hann situr annaðhvort á öxlinni á mér eða´þá situr upp í skáp og syngur þessi ósköp á meðan ég er að vaska upp, það er alveg brandari að sjá hann vegna þessa að hann kíkir svo alltaf á leirtauið og kíkír hvort það sé orðið hreint ;)
Svo lesum við oft saman eða ég les og hann nagar bókina en núna er ég að lesa Harry Potter og hann má ekki naga hana þannig að hann er í smá lestrarfríi :)
Ég lét vængstýfa hann þegar við fengum hann en hann er alveg farinn að geta flogið aftur, veit ekki alveg hvort ég eigi að vængstýfa hann aftur þar sem hann flýgu mjög sjaldan og ef hann gerir það þá flýgur hann bara frá mér til búrsins eða að stóra glugganum þar sem hann situr oft og horfir út. Hvað finnst ykkur?
Hann Kári situr núna á öxlinni á mér og er að ritskoða þetta veit ekki alveg hvernig honum lýst á þetta….
Jæja ætlaði bara að segja ykkur lítillega frá “barninu” mínu
kveðja asley