Jæja, ég ætla að seiga ikkur söguna um páfagaukaeign í fjölskildunni minni.

Það var á 11 ára afmælisdegi systur minnar , 5. Febrúar 2002, að mamma mín og pabbi minn ákváðu að gefa systur minni páfagauk í afmælisgjöf, lítinn bláann Gára sem þau fengu frá fólki sem áttu páfagauka sem eignuðust unga, ekki úr búð. Þau keiptu búr og annað nauðsinjadót og það var komin afmælisgjöf sem systir mín var hæst ánægð með.

Ég reindi að seiga pabba að venja hann á búrið á undan herberginu sem hann er í en hann var ekki sammála og leifði honum að flúga um herbergið strax fyrsta daginn og það fór eins og ég hélt, það var nánast ómögulegt að koma honum inn í búrið, en það vantaði ekki fjörið í hann. Systir mín ákvað að skíra hann Frikka eftir ketti sem við áttum einu sinni sem reindar fékk þau hræðilegu örlög að festa hálsinn í stigahandriði þaegar hann var að leika sér með spotta sem hékk úr teppinu í stiganum en það er önuur saga. Næstu mánuðir með honum voru ótrúlegir, það var ótrúleg barátta á hverju kvöldi að kom honum inn í búr og alveg ótrúlegt hvernig hann lék sér með okkur og gerði allt til að komast hjá því að fara inn í búr, það var samt ekkert mál að koma ná honum á puttan og vera með honum. við höfðum fengið ráðleggingu um að ekki láta hann fá spegil strax en þegar nokkrir mánuðir voru liðnir prófaði systir mín að láta hann fá spegil, hún hafði reint það nokkrum sinnum áður en þá klikkaðist hann, en í þetta skiptið virkaði það og BREITINGARNAR á fuglinum voru ótrúlegar! Núna var ekkert vandamál að koma honum inn í búr og eftir þetta var hann orðinn ótrúlega skemtilegur og ótrúlega gæfur. Hann var lang mest með systur minni og þau flautuðust á allann daginn.

Í Ágúst 2002 ákvað önnur systir mín sem er yngri síðan að kaupa sér páfagauk og hún gerði það en þá breittist allt aftur, hún fékk sér hvítan Gára úr gæludýrabúð sem varð aldrei skemtilegur þó hann væri mjög sætur og hún ákvað að skíra hann Óliver. Það var ótrúlegt bras að ná honum á puttan og í rauninni held ég að það hafi aldrei neinn náð því, ég náði samt að hafa hann á hausnum í sotla stund. En það varð líka ótrúleg breiting á Frikka, hann var alveg hættur að vilja sjá mennina því nú hafði hann fuglafélagskap og okkur fannst við hafa misst páfaguakana, þeir voru bara ekki til lengur. Þeir tveir voru samt orðnir perlu vinir og voru mikið að gogga í hvorn annan. Einhvern Laugardag í Október 2002 varð síðan mjög örlagaríkur, um morguninn sat ég og horfði á sjónvarðið og leit síðan upp á páfagaukana sem sátu upp á gluggatjaldinu og ég fór að hugsa um að við áttum bara þrjár myndir af honum Óliver svo ég var að spá í að ná í myndavélina og taka nokkrar myndir af þeim. en ég gerði það ekki, seinna um daginn sagði systir mín að hún finndi hvergi páfagaukana, hvergi í húsinu. Ég skimaði út um gluggan og þá sá ég hræðilega sjón, páfagaukarnir voru flögrandi fyrir utan. Enn seinna um daginn þurfti ég að á körfuboltamót. Pabbi, mamma og systur mínar bjuggu til auglýsingu sem var með myndinni sem fylgdi greininni. Ég kom heim á Sunnudagskvöldið og ekkert hafði gerst nema að einhver kona hafði hringt og sagðist hafa séð Óliver flögra um, hún hafi reint að elta hann en ekki náð honum. Ég sá að það var komið mikið vindaveður sem stefndi beint út á sjó og ég var búinn að gefa upp alla von. Á Þriðjudagsmorgninum hringdi síminn og ég fann það á mér að ef þetta væri ekki einhver sem hafði fundið þá þá mundu þeir aldrei finnast en viti menn, þetta var sama konna og sá Óliver flögra um og hún sagði að það væri páfagaukur búinn að tilla sér á svalirnar hjá henni og það var hann Frikki. Konan býr í blokk og af öllum svölunum valdi hann hennar (a.t.h að ég bý á Sauðárkróki, ekki á Reykjavík, annars hefði þetta verið of mikil tilviljun), ekki bara það heldur að frá húsinu mínu og blokkarinnar er öruglega svona rúmur kílómeter og hann hefur flogið þennan kílómeter og beint á móti vindáttinni. En ekkert sást af aumingja litla Óliver og hefur ekki enn, hann hefur líklega ekki ráðið við vindinn. Nú eigum við bar þrjár myndir af Óliver af því að ég lét ekki verða af því að að taka myndir af honum þennan örlagaríka dag. Það fyrsta sem ég gerði eftir að Frikki kom aftur var að taka af honum fullt af myndum.

Eftir þetta allt saman er Frikki ekki alveg jafn gæfur og skemtilegur en samt allur að koma til, hann er mjög fjörugur en samt ekki alveg jafn gæfur. Það hefur alltaf verið soldið mistery hvernig þeir komust út, það vou engir gluggar opnir held ég, líklegasta ástæðan er að þeir hafi farið út um útihurðin en þennan dag voru margir að koma og fara og það getur vel verið að hurðin hafi verið skilin eftir í einhvern tíma.
————————————————