Ég keypti Gára fyrir rúmum tvemur arum í dýrabúð og hann var skírður Max og eftir nokkurn tíma fór hann að hegða sér mjög skringilega, hann vill helst alls ekki koma útúr búrinu og ef ég opna það stekkur hann að hurðinni og hallar henni alveg með gogginum og síðan tekur hann stundum uppáþví að ef gestir reyna að fá hann á puttan bítur hann mjög fast, síðan brýnir hann neglurnar ekki sjálfur þannig að ég þarf að klippa þær samt er sandpappír á botninum(sem hann fer aldrei á) og á öllum stöngum í búrinu og svo er ég líka með kalkstein, en það skrýtnasta er að alltaf þegar hann fer að sofa klifrar hann uppí loft á búrinu og hengur þar á hvolfi eins og leðurblaka þangað til að hann vaknar næsta dag. Gaman væri ef einhver getur sagt mér hugsanlegar ástæður fyrir þessari hegðun.