Life Of Birds Sælt veri fólkið,
Fyrir um hálfu ári las ég bókina ‘Life of Birds’ eftir David Attenborough sem ég fékk að láni hjá bókasafni hér í borg. Frábær lesning sem hélt fyrir mér vöku ansi mörg kvöld.

Síðan keypti ég mér þáttaröðina á DVD. Þetta eru 3 diskar, og á þeim eru 10 þættir. Fyrsti þátturinn er um þróun fugla, síðan er næsti þáttur um flugið sjálft og síðan er hin ýmsu viðfangsefni tekin fyrir í hverjum þætti fyrir sig.

Áhugasemi Attenborough er smitandi, hann lifar sig inn í allt sem hann gerir. Hann talar að innlifum um alla fuglana og dáist að hverjum einasta.


Myndatakan er óaðfinnanleg. Attenborough kemur sér oft fyrir við hlið fuglana og spjallar um þá og horfir hreinilega í augu þeirra á meðan.

Eitt eftirminnilegt atriði er fugl sem er mgög góð hermukráka, fyrst hermir hann eftir skógarhöggsmönnum með vélsagir og er það mjög vel gert, síðan hermir hann eftir ljósmyndavél ('klikk-klikk') sem er ferlega flott. Þegar maður heldur svo að þetta sé búið þá gerir fuglinn betur og hermir eftir myndavél með motordrifi (klikk-klikk-brrrrr) og það er magnað.

Ég mæli því með bæði bókini og þáttaröðinni.

Lifið heil,
Kobbi