Íslenskt heiti : Timneh grápáfi
Enska : Timneh African Grey
Latína : Psittacus erithacus timneh


Timneh er aðeins 30cm langur en það er ansi gott, Sagt er að lífslíkur hans séu 50-65 ár.
Timneh er víst aðeins dekkri en Kongó grápáfinn, sem félagi minn DrEvil skrifaði hér um um daginn. Hann er ljósari á bringunni og kviðnum, Stélið á honum er svart með dökkbrúnanlit en undir því er rauðleiturblær og er það mjög falleg litasamsetning. Ofan á gokknum er bleikt en svart að neðan.
Uppruni Timneh er í Vestur hluta Afríku og er karlinn með flatari og breiðari haus en konan og eru í heildina samt stærri.
Kvenfuglinn hefur lengri og mjórri háls og augun ku vera stærri en hjá karlfuglinum og þannig getur maður þekkt þau í sundur.
Fuglinn getur verið erfitt að temja og getur hann látið ílla og verið feiminn.
Ef þeir eru handfóðraðir þá eru þeir ánægðir eins og margir páfar eiginlega flestir.
Þeir herma frábærlega eftir fólki og dýrum. Þeir elska að naga og kroppa í greinar. Timneh grápáfinn er frekar algengur í heiminum og hér á landi og er hann miðlungshávær miðað við fugla.

Heimilidir : Tjörvar.is

Þessi fugl er “einn” af þeim sem mig langar mest í

Kv: XorioN