Dídí og Co ;) Ég ætla að segja ykkur aðeins frá Dídí, gáranum sem ég á núna, og gárunum sem ég hef átt;)

Þetta byrjaði þannig að fyrir 6 árum, þegar ég var 10 ára, þá fékk ég Kíkí. Hún var grænn gári og alveg rosalega gæf. Hún meiddist á væng fljótlega eftir að við fengum hana og gat ekki flogið eftir það. Hún var voða róleg og góð og svona rólegir fuglar eru ekki síðri en prakkararnir;)
Kíkí var ein í rúmlega ár og svo keyptum við Dídí. Hann er ekki jafn rólegur og Kíkí var og hann lætur stundum heyra í sér;) Hann er ljós skær-grænn og gulur og er nýorðinn 5 ára.
Eftir nokkurn tíma fór okkur að langa í unga og settum upp hreiðurkassa. Það leið ekki á löngu þangað til að eggin komu en það var einn galli á þessu öllu. Dídí lék sér að eggjunum þannig þau brotnuðu. Ég vorkenndi Kíkí mikið því hún gat ekki stoppað hann og hún var búin að leggja mikið á sig við að verpa. Þeir sem hafa átt fugla sem verptu vita hvað ég er að tala um. Eggin eru alveg rosalega stór miðað við hvað fuglarnir eru litlir og ég er ekki frá því að Kíkí hafi öskrað jafn mikið og konurnar þegar þær eru að eiga börn þegar hún verpti;)
Eftir brasið á Dídí með eggin kom loksins lítill ungi í heiminn. Það var æðislegt að fylgjast með honum vaxa og verða að fullvaxta fugli. Hann var alveg ofsalega fallegur á litinn. Hann varð blanda af Kíkí og Dídí, dökk-skær-grænn með bláa slikju í stélinu. Ég gaf síðan vinkonu minni hann og hann var skírður Kubbur. Kubbur var hæstánægður með nýja heimilið en dó því miður sirka einu til tveimur árum seinna:( Kíkí og Dídí eignuðust líka einn unga í viðbót, en hann dó eftir tvo daga því hann hafði dottið niður úr hreiðurkassanum og lifði ekki lengi eftir það. Dídí eða Kíkí hafa örugglega hent honum út óvart, ég gruna sterklega Dídí en maður veit aldrei.
Í september 2001 dó Kíkí. Eitt kvöldið byrjaði hún að anda ótt og títt og gat varla staðið og morguninn eftir var hún dáin:(
Dídí var frekar niðurdreginn fyrst á eftir en spjarar sig vel núna;)
Það fylgir hérna með mynd af Kubb, því miður getið þið ekki séð flotta litinn í stélinu en þið sjáið allavega græna litinn þótt að myndin sé kannski svolítið óskýr.

Kveðja Sweet;)
Játs!