Kanarífuglarnir mínir Fyrir rúmlega viku fékk ég loks nýju kanarífuglana mína. Ég ætla fyrst að biðja ykkur um að svara ekki með leiðindarhátt, og ef þið hafið ekkert að segja, sleppið því þá.

Já um daginn, eða fyrir ca. viku fékk ég loks nýju kanarífuglana mína tvo. Mig langaði að skíra þá einhverjum frumlegum, frískandi, aðlaðandi, sláandi, brundandi, skemmtilegum nöfnum! Ójá, ég ákvað að skíra þá tvo Myglir og Ýktan. Þeir eru ekki svo líkir þeir tveir, en góðir vinir samt sem áður. Og alveg þykir mér merkilegt hversu vinstri sinnaðir þeir eru, þótt það sé vissulega góður hlutur! Ég lét inn barmerki með merki sjálfstæðisflokksins á, inní búr þeirra félaga, og viti menn, merkið var útgoggað og lá á botni búrsins eftir rúmlega hálftíma.

Þá ákvað ég að athuga hvort að merki Samfylkingarinnar myndi hljóta betri meðferð, þar sem hann er nú flokkar jafnaðarmanna, og tja, já þeir voru kannski ekki jafn harðir varðandi goggið en, merkið lá samt á botninum eftir ca. klukkustund. Ok, áhugavert.

Næst setti ég merki U-Listans, Vinstri græns framboðs, og það kom mér heldur betur á óvart, þegar þeir sátust á slá/stöng hliðin á því og byrjuðu að tísta/syngja afskaplega skemmtilega, eins og þeir væru að gleðjast yfir einhverju eða fagna. Ég mæli eindregið með að fólk geri einhverjar álíka pólitískar rannsóknir á fuglum sínum, þar sem ég tel að þeir myndi sér pólitískar skoðanir rétt eins og við mannfólkið!

Kveðja,
Dr. Evil fuglavinur.