Ég vildi bara segja ykkur lítilega frá honum Kára en hann er dísarfugl og við kærastinn vorum að fá hann í dag. Upphaflega ætluðum við að fá okkur gára en svo var okkur bent á að kíkja til hans Tjörva í furðufuglar og fylgifiskar. Þegar við komum var verið að mata fugl en það var einmitt hann Kári, hvorugt okkar hafði kynnst fuglum að ráði og hvað þá séð svona gæfan fugl.
Kári er víst frekar sjaldgæfur á litinn en hann er gulur, grænn, svartur og grár með appelsínugulum doppum í andlitinu. Núna er ég komin með hann heim og hann situr bara á öxlinni á mér. Við þurfum að mata hann í tvær vikur en svo sér hann um þetta sjálfur. Mikið rosalega leist mér vel á þetta hjá honum Tjörva, alveg greinilegt að hann elskar fuglana sína út af lífinu ;)
ég sendi mynd af honum Kára þegar ég fæ lánaða digital myndavél, ásamt því að láta ykkur vita hvernig gengur þar sem að þetta er fyrsti fuglinn okkar.
kveðja asley