Dísarfuglinn hann Makkósí Ég átti einu sinni dísarfugl sem ég skírði Makkósí. Hann var gulur á litinn, og algört krútt! Einn dag þegar ég leyfði honum að fljúga lausum inni, flaug hann út :(. Hann var týndur í rúmlega viku en við fundum hann á Selfossi, og ég bý í Reykjavík! Þetta fannst okkur rosalega fyndið, og hlógum lengi og dátt að þessari uppákomu. Það sem Makkósí finnst skemmtilegast að gera, er að busla, og hann gerir það daglega og hættir ekki fyrr hann er orðinn alveg blautur, og margt í kringum hann :D.

Margt annað hefur einnig komið fyrir Makkósí, en þegar við keyptum hann í Dýrabúð á laugarveginum, hafði afgreiðslufólkið gleymt að loka búrinu hans, svo hann slapp úr því þegar við vorum inná Hlemm! Einn róninn sló Makkósí frá sér, og Makkósí var hálfvankaður næsta hálftímann, en það lagaðist og hann komst heim í hlýjunna, og hann hlaut engan skaða af. Svo allt endaði vel en Makkósí er dáinn í dag :(