Ég fékk gefins dísarfugl, kallaði hann Kamb. Fyrst hændist hann mjög mikið af foreldrum mínum, þá sérstaklega mömmu minni. En hann tók mig ekki í sátt alveg strax, fyrr en hann uppgötvaði að það var ég sem gaf honum matinn :P
Kambur var orðin frekar gamall þegar ég fékk hann, ætli hann hafi ekki verið um 12 ára aldurinn.
Lítil stelpa hafði átt hann, en farið svo svakalega illa meðann, hann hann var mjög fælinn, en það lagaðist allt eftir að önnur stelpa fékk hann (sem ég fékk hann frá), en Kabur átti erfitt með að treysta fólki eftir það.
Hann var mjög skemmtilegur fugl, en samt gat hann verið mjög pirrandi… Maður mátti ekki fara út úr herberginu sem hann var í (ekki nema taka hann með sér) og ef maður fór útúr því án hans þá gargaði hann á mann, þar til maður kom aftur.
Ég fékk hann í Reykjavíkinni og þar sem ég á ekki heima þar, þá keyrðum við með hann heim, og það var mikið vesen.
Kambur þurfti nefnilega að sjá mömmu… Þar sem hún sat frammí þurfti að stilla búrinu sérstaklega upp (þannig að það var eiginlega alltaf komið að því að detta) og hann var hinn ánægðasti.
Daginn eftir að við komum heim, þurfti ég að fara að passa. Og það var í síðasta skiptið sem ég sá Kamb.
Hann hafði flogið út um opna hurð (ég var búin að segja þessu fólki að hafa ALLS EKKI opna hurð!!!!!)
Og hann fannst ekki síðan :'(
It's a cruel world out there…