Ég átti 2 gára fugla, þeir hétu Goggi og Löggi (;D). Goggi var alveg gulur en Löggi svona blandaður. Aðalástæðan fyrir því að ég skrifa þessa grein, er sú að þeir voru svo rosalega miklir prakkarara sem og góðir félagar.

Þegar ég átti þá, átti ég líka frekar stóra Golden Retriever hund (hvernig sem þar er stafað) sem hét Gosi, og á hann enn. Gosi var aldrei til ama, ekki varðandi fuglanna eða neitt annað. En þegar hann fékk sér að borða úr skálinni sinni flugu Goggi og Lögga alltaf á bakið á honum, og sátu bara þar til Gosi varð pirraður og brást við, en flugu þá af honum.

Gosi hélt þá áfram að éta en þá sátust þeir alltaf á hann. Svona stríddu þeir honum stanslaust þar til ég lét þá inní búrið ;D. Einnig stríddu þeir mér stundum með því að setjast alltaf á hausinn á mér þegar þeir voru lausir, fljúga af og gera það aftur , líkt og með Gosa.

Þeir eru því miður dánir núna, dóu bara vegna elli en Gosi er í góðu gamni, sem og áður, og fær að borða í friði ;D.