Halló.

Hvernig er þetta með gárana, þegar þeir byrja að verpa vilja þeir bara ekki hætta því.

Mamma mín keypti sér 2 gáraunga í Dýralandi Kringlunni af sitthvoru kyninu. Kerlingin, hún Bína, var alltaf svo rosalega grimm við karlgreyið, hann Skottí, þegar þau urðu eldri og sennilega á kynþroskaaldrinum. Mömmu var nú hætt að lítast á þetta og spurði ráða. Henni var sagt að prufa að setja varpkassa hjá þeim og það var ekki að spyrja að því, þau byrjuðu strax og urðu óstöðvandi. Ef kassinn var tekinn þá var bara verpt á botninn, en þá varð kerlingin líka aftur svona árásargjörn á kallinn. Í dag er þetta par í gæludýrabúð og sér búðinni fyrir ungum.

Mamma ákvað að eiga einn ungann úr fyrsta varpinu, hann heitir Pjakkur, en seldi hina í gæludýrabúðir. Sá ungi fékk dömu sem var líka keypt úr Dýralandi, hún heitir Strípa, og í dag eru þau búin að koma upp 8 ungum í tvem hollum og eru strax byrjuð að hamast við undirbúning næsta varps þegar ungarnir eru orðnir nokkuð sjálfbjarga. Það er sama sagan með þetta par, kellingin verður snarbrjáluð við kallinn ef varpkassinn er tekinn og mamma getur bara ekki horft uppá það. Nú er hún búin að ákveða að selja þetta par líka og fá sér kannski seinna bara einn gára og dúlla við hann.

Hún Lotta mín (sjá grein“Hún Lotta skotta”) er ungi frá fyrra parinu, Skottí og Bínu, og er sem sagt systir hans Pjakks, sem er kallinn í seinna parinu hér að ofan.

Hefur einhver verið með varpfugla og veit kannski einhver ráð við þessu varpæði…? Þetta er ofsalega skemmtilegt og ungarnir eru svo gæfir og skemmtilegir úr svona “heimilisvarpi”, en fyrr má nú vera að vera óstöðvandi. Geta þeir ekki gert út af við sig,og þá kannski aðallega kellingin??