Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mig langar að segja aðeins frá helstu fyrirmynd minni, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Hvort sem þið elskið eða hatið hana, þá verðið þið að viðurkenna að hún er algjör ofurkona! ;)

______________________________________________


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fæddist í Reykjavík þann 31. desember 1954. Foreldrar hennar eru Gísli Gíslason og Ingibjörg Níelsdóttir. Hún býr að Nesvegi 76 í Reykjavík og er gift Hjörleifi Sveinbjörnssyni. Saman eiga þau tvo syni, þá Sveinbjörn Hjörleifsson og Hrafnkel Hjörleifsson, 20 og 18 ára.



Námsferill

Ingibjörg lauk stúdentsprófi frá MT árið 1974. Þaðan lá leiðin í Háskóla Íslands og lauk hún BA – prófi í sagnfræði og bókmenntum fimm árum síðar, 1979. Hún var gestanemi í sagnfræði við Kaupmannahafnarháskóla 1979 – 1981 og stundaði síðan cand.mag. nám í sagnfræði við Háskóla Íslands á árunum 1981 – 1983.



Starfsferill

Hún gengdi hlutverki borgarfulltrúa frá 1982 – 1988. Hún var ritstjóri tímaritsins Veru á árunum 1988 – 1990 og stundaði ýmis ritstörf og blaðamennsku frá 1990 – 1991. Hún varð svo þingmaður Reykvíkinga árið 1991 og starfaði við það þar til að hún varð borgarstjóri, árið 1994. Hætti hún í því starfi 1. febrúar 2003 og Þórólfur Árnason tók við. Árið 1994 varð hún einnig borgarfulltrúi aftur og er það enn þann dag í dag.



Ritstöf

Ingibjörg skrifaði bókin \“Þegar sálin fer á kreik\”, minningar Sigurveigar Guðmundsdóttur kennara. Hún var gefin út árið 1991. Einnig hefur hún skrifað fjölda greina í blöð og tímarit um almenn stjórnmál og kvenréttindi, og var eins og áður sagði ritsjóri Veru.



Pólitískur ferill

Formaður Stúdentaráðs HÍ 1977 – 1978.
Borgarfulltrúi Kvennaframboðs í Reykjavík 1982 - 1986 og Kvennalistans í Reykjavík 1986 - 1988, og þar af í borgarráði 1987 – 1988.
Í skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar 1982 – 1986.
Í félagsmálaráði Reykjavíkurborgar 1986 – 1989.
Sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1987.
Alþingiskona fyrir Kvennalistann í Reykjavík 1991 – 1994.
Í félagsmálanefnd Alþingis 1991 – 1994.
Í heilbrigðis- og tryggingamálanefnd 1991 – 1994.
Í utanríkismálanefnd 1991 – 1993.
Í þingmannanefnd EFTA.
Formaður miðborgarstjórnar 1999 – 2002.
Formaður stjórnar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2000 – 2003.
Formaður dómnefndar um skipulagssamkeppni vegna Tónlistar- og rástefnuhúss 2001.
Í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 2002 – 2003.
Formaður stjórnar Aflvaka frá 2002.
Formaður hverfisráðs miðborgar frá 2002.
Í bankaráði Seðlabanka Íslands síðan 2003.



Núverandi nefndastörf á vegum Reykjavíkurborgar

Hverfisráð Miðborgar, formaður.
Stjórn Aflvaka hf., formaður.
Borgarráð, varamaður.
Stjórn Landsvirkjunar, varamaður.

Og hún er eins og flestir vita, fimmti þingmaður Samfylkingarinnar, í norðurkjördæmi Reykjavíkur, varamaður.


Sumir telja Ingibjörgu Sólrúnu vera tákn kvenþjóðarinnar á Íslandi. Hún hefur verið öflug í kvenbaráttumálum og hún lætur karpeninginn alls ekki vaða yfir sig. Hún er manneskja sem að lengi verður í minnum höfð og allir ættu að taka sér til fyrirmyndar, ja, í flestum málum allavega. =O