Mary-Kate and Ashley Olsen Mary-Kate og Ashley Olsen

Olsen tvíburarnir hafa nú náð miklum vinsældum í bandarískum barna- og unglingamyndum. Þær eru nánast alveg eins en venjulega er ein (Mary-Kate) með slétt hár og önnur (Ashley) með liðað. Bara til þess að hjálpa fólki að þekkja þær í sundur. Ég hef nú svolítið fylgst með þeim og séð tvær eða þrjár myndir með þeim og þær eru bara prýðisgóðar leikkonur. Það hefur verið gefinn út tölvuleikur með þeim og eiga þær semsagt að vera einhverjar súperhetjur í því :o)

Hér koma smá upplýsingar um þær.

* Þær fæddust þann 13. júní 1986, sem gerir þær 17 ára á þessu ári.
* Þær ólust upp í Sherman Oaks, Kaliforníu, USA.
* Foreldrar þeirra heita David (bankastjóri) og Jarnette (fyrrum ballett dansmær.)
* Þær eiga tvö systkini, Trent (eldri) og Lizzie (yngri).
* Ashley er 2-3 mínútum eldri.
* Þær eiga stjúpmömmu sem er kölluð McKenzie og hálfsystkini, Jake og Taylor.

Ferillinn byrjaði þannig að Jarnette (mamma þeirra) heyrði út í búð að það væri verið að auglýsa eftir tvíburum til að fara í áheyrnarpróf (prufu) til þess að leika í sjónvarpsþáttunum „Full House.“ Fyrst áttu þær að senda mynd til framleiðenda þáttanna og eftir að hafa hitt þær einu sinni þá fengu þær hlutverkið strax. Saman léku þær stelpuna Michelle Tanner í þáttunum.

Eftir það fór allt að gerast og þær léku í myndinni „To Grandmother’s House We Go“ árið 1991 og svo gáfu þær út plötu, sem þær kölluðu „Brother For Sale.“ Þær sögðust ekki hafa sungið mikið, helst bara talað. En það sem þær sungu vildu þær syngja fullkomlega og æfðu sig mikið.

Eftir það voru fleiri plötur gefnar út, bækur og kvikmyndir voru gerðar og allt var í gangi hjá þeim. Svo árið 1998 léku þær í sjónvarpsþáttunum „Two Of A Kind“ og sama ár léku þær í myndinni „Billboard Dad.“ Já, eftir það voru gefnir út tölvuleikir (eins og ég sagði áðan) árið 2000 fyrir PlayStation og Nintendo leikjatölvur. Svo voru líka dúkkur búnar til. Semsagt, allt gert til að græða á þeim.

Svo hafa verið gerðar myndbandsspólur, meira en 10 með þeim þar sem þær eru að lenda ýmis konar ævintýrum.

Myndir sem munu koma út á næstunni eru „When in Rome“ og svo munu þær koma fram í „Charlie’s Angels 2.“

Hér eru svo allar myndirnar sem þær hafa leikið í:

The Little Rascals (’94)
It Takes Two (’95)
Billboard Dad (’98)
Passport To Paris (’99)
Our Lips Are Sealed (’00)
Winning London (’01)
Holiday In The Sun (’01)
Getting There (’02)
When In Rome (’02)

Svo eru þær búnar að leika í mörgum sjónvarpsþáttum og hafa greinilega verið á fullu síðan þær voru eins árs!