Geimbúningi með útvarpssendi er sleppt frá Alþjóðlegu geimstöðinnni.
Napóleon Bonaparte fæddist á eynni Korsíku í Miðjarðarhafi og dó á Sankti Helenu í Atlantshafi. Á þessari mynd sést hann krýna sjálfan sig keisara í Frúarkirkjunni í París, 2. desember 1804. Þá á sama tíma breytti hann eftirnafni sínu, Buonaparte í Bonaparte. Buonaparte átti víst að hljóma of ítalskt. En á hátindi ferils síns 1812 ríkti Napóleon yfir Evrópu frá Eystrasalti suður yfir Róm og frá landamærum Portúgals til landamæra Rússlands í austri. Lokaorrusta hans var sú við Waterloo og eftir hana var hann sendur í útlegð til Sankti Helenu. Þetta er örugglega einn merkasti Frakki, þó hann hafi í raun ekki verið Frakki. Korsíka tilheyrði ekki Frakklandi þá, var það nokkuð? Þó Jóhanna af Örk veiti honum mikla samkeppni.
Hér er mynd af Vetrarbrautinni okkar (Milky Way). Við erum stödd inni í skífu Vetrarbrautarinnar og getum því ekki séð hana utan frá heldur bara sem mjóa rönd yfir himininn. Myndir sem sýna Vetrarbrautina með arma eru einungis hugmyndir listamanna/stjörnufræðinga um hvernig hún gæti litið út.
Þangað til að við enda 12. aldar var Mongólía ekki meira en nokkur héruð. Árið 1162 fæddist ungur drengur sem hét Temujin. Faðir hans var höfðingi Kiyat-Bordigjin ættflokksins en ekki er mikið vitað um ætterni móður hans. Sem unglingur myrti Temujin hálfbróður sinn í köldu blóði, og þegar hann var um 20 ára gamall, komst hann til valda innan Kiyat-Bordigjin ættbálksins. Og innan nokkura ára sameinaði hann stærstan hluta mongólsku ættflokkana og þegar hann var um 30 ára gamann fékk hann viðurnefnið Genghis Khan, eða Mikill konungur. Enginn mongólskur leiðtogi hefur, fyrr eða síðar, náð að halda þjóðflokknum saman.