Vetrarbrautarslæðan Hér er mynd af Vetrarbrautinni okkar (Milky Way). Við erum stödd inni í skífu Vetrarbrautarinnar og getum því ekki séð hana utan frá heldur bara sem mjóa rönd yfir himininn. Myndir sem sýna Vetrarbrautina með arma eru einungis hugmyndir listamanna/stjörnufræðinga um hvernig hún gæti litið út.

Myndin er tekin af af þessari síðu og sýnir bjartasta hluta Vetrarbrautarslæðunnar sem við sjáum ekki frá Íslandi (umhverfis miðju hennar í stjörnumerkinu Bogmanninum). Auk þess er myndin tekin á tíma og því sjást miklu fleiri stjörnur á henni en við myndum sjá með berum augum.