
Árið 1812 lýstu hin nýstofnuðu Bandaríki yfir stríði við við Breta og marséruðu inn í Kanada sem var þá bresk nýlenda. Þeir bjuggust við hlýlegum viðtökum og fólkið í Kanada myndu taka á móti þeim með opnum örmum en svo var raunin ekki, Kanadabúar og Bretar börðust hetjulega og brutu innrásina á bak aftur, langt inn í Bandaríkin. Bandaríkjamenn áttu fullt í fangi með að verjast í mars árið 1915 þegar bretar höfðu sigrað Napoleon og gátu einbeitt sér að fullum krafti á þetta stríð. Þeir komu þá á skipum að Washington DC og réðuts inn í borgina og kveiktu í Hvíta húsinu og ætluðu að brenna alla borgina en þökk sé miklum rigninarroki sem fylgdi brann ekki nema hluti borgarinnar.
Þetta málverk er svo af því þegar bretar gengu á land í New Orleans með átta þúsund mans á móti fjögurþúsundmanna her Bandaríkjamanna. Þeir síðarnefndu sigruðu og var þetta stærsti sigur Bandaríkjamanna í þessu stríði. Þess má geta að orrustan var háð eftir að friðarsáttmálarnir höfðu verið undirritaðir en þeir kváðu um að öll hertekin lönd skildu send aftur til upphaflegra eigenda.